Erlent

Útilokar ekki framboð næst

Dómsmálahrina stöðvar hann ekki. nordicphotos/AFP
Dómsmálahrina stöðvar hann ekki. nordicphotos/AFP
Silvio Berlusconi, hinn umdeildi forsætisráðherra Ítalíu, útilokar ekki að bjóða sig fram til þingkosninga þegar kjörtímabil hans rennur út árið 2013. Þá verður hann orðinn 76 ára.

Fyrir fáeinum vikum sagðist hann reikna með því að tveggja áratuga pólitískum ferli sínum færi brátt að ljúka.

Nú segist hann reiðubúinn til að bjóða sig fram til forystu hægri manna, telji hann það nauðsynlegt. Að minnsta kosti muni hann þó vilja gegna lykilhlutverki áfram, til dæmis að vera áfram leiðtogi flokksins þótt hann bjóði sig ekki fram til þings.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×