Lífið

Depp lofaði kvikmynd

Johnny Depp leikur í myndinni The Rum Diary sem er byggð á bók Hunter S. Thompson.
Johnny Depp leikur í myndinni The Rum Diary sem er byggð á bók Hunter S. Thompson.
Leikarinn Johnny Depp lofaði rithöfundinum sáluga, Hunter S. Thompson, að gera kvikmynd eftir kvikmyndahandriti sem Thompson skrifaði byggt á bók hans The Rum Diary. Myndin er væntanleg á hvíta tjaldið 28. október og þar fer Depp með hlutverk rithöfundarins drykkfellda Paul Kemp. „Við lásum handritið saman klukkan þrjú um nóttina og okkur langaði að gera eitthvað með það en Hunter virti ekki beint sinn hluta samkomulagsins. Hann hafði víst eitthvað annað að gera,“ sagði Depp, sem fann handritið í geymslu heima hjá Thompson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.