Lífið

Cheryl Cole í uppnámi

Cheryl Cole ásamt fyrrum samstarfsmönnum sínum í X Factor.nordicphotos/getty
Cheryl Cole ásamt fyrrum samstarfsmönnum sínum í X Factor.nordicphotos/getty
Poppsöngkonan Cheryl Cole var í miklu uppnámi eftir að hún var rekin úr dómgæslu í bandarísku útgáfunni af X Factor.

 

Samkvæmt heimildarmanni götublaðsins The Sun átti hún ekki von á uppsögninni. Simon Cowell, maðurinn á bak við þættina, sagði henni ekki upp augliti til auglits og gaf henni enga ástæðu fyrir uppsögninni og það þótti Cole lélegt. Samstarfsfólk Cowells hefur á móti sagt að hann hafi tjáð henni fyrir nokkrum dögum að hún væri ekki að virka sem dómari. Hún virtist óörugg í áheyrnarprufunum og óttuðust framleiðendurnir að hún næði ekki til bandarískra áhorfenda.

 

Cole hafði áður verið dómari í bresku útgáfunni af X Factor ásamt Cowell við góðar undirtektir. „Henni fannst mjög sárt að Simon skyldi ekki hafa sagt henni upp augliti til auglits. Hún bjóst aldrei við því að hann myndi haga sér þannig," sagði heimildarmaður.

 

Brottreksturinn setur strik í reikninginn hjá Cole sem ætlaði að hefja sólóferil í Bandaríkjunum með því að nýta sér vinsældir X Factor-þáttanna. Til að mynda ætlaði hún að syngja dúett með Rihönnu og Usher með aðstoð umboðsmanns síns Will.i.am. úr hljómsveitinni Black Eyed Peas. Talið er að Cole ætli að snúa aftur í breska X Factorinn og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.