Lífið

Húsnæðið gæti staðið autt lengi

Húsnæðið þar sem Sautján var áður til húsa gæti staðið autt lengi enn. Mynd/GVA
Húsnæðið þar sem Sautján var áður til húsa gæti staðið autt lengi enn. Mynd/GVA
"Það gæti alveg eins staðið autt í mörg ár þetta hús," segir Ásgeir Bolli Kristinsson, eigandi húsnæðisins að Laugavegi 89 til 91 þar sem verslunin Sautján var áður til húsa.

Hann hefur leitað að leigjendum að húsnæðinu að undanförnu en hefur fengið heldur dræmar undirtektir.

 

"Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir en ekkert merkilegar," segir Ásgeir Bolli og viðurkennir að það sé leiðinlegt að þetta góða húsnæði á Laugaveginum skuli standa autt. "Þetta er mjög stórt verslunarhúsnæði, 3.200 fermetrar og allt ný uppgert að utan og innan. Ef einhver hefði áhuga er allt tilbúið en það er voða lítill áhugi."

Vangaveltur voru uppi um að sænska fatakeðjan H&M ætlaði að opna útibú í húsnæðinu en Bolli telur að ekkert verði af því. !Ég held þeir hafi bara hætt við þetta. En ef H&M kæmi myndi það breyta öllu í gamla miðbænum. Þau myndu ábyggilega laða að sér kannski þrjár milljónir manna á ári. Kringlan er að laða að sér fimm til sex milljónir á ári."

Hann telur ólíklegt að leiguverð húsnæðisins hafi dregið úr áhuga mögulegra leigjenda. "Verðið er undir 2.000 krónum á fermetrann ef það er leigt allt. Bara sameiginlegi kostnaðurinn í Kringlunni er 1.500 krónur og er líklega í heildina svona 9.000 krónur," segir hann um verslunarrekstur þar. "Ég held að það þurfi dálítið stóra og öfluga verslun í þetta hús. Þeir sem eru með þessar stóru verslanir í dag sitja bara og bíða." - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.