Vilja láta endurskoða Schengen-samstarfið 27. apríl 2011 01:00 Ítalir og Frakkar vilja endurskoða Schengen-sáttmálann með hliðsjón af því ástandi sem skapast hefur þegar tugir þúsunda flóttamanna hafa streymt frá Túnis og fleiri ríkjum Norður-Afríku til Ítalíu. Talið er að hátt í 30 þúsund flóttamenn hafi komið til Ítalíu á undanförnum vikum. Ítalir hafa leyft þúsundum þeirra að halda áfram til Frakklands. Í flestum tilfellum eru þetta Túnisar sem hafa ætlað að fara til ættingja sinna í Frakklandi en frönsk stjórnvöld hafa sent marga þeirra til baka. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti gekk í gær á fund Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, þar sem þeir lögðu til hliðar deilur sínar um innflytjendamál og stóðu saman í kröfu sinni um endurskoðun Schengen-sáttmálans. Fréttastofa BBC greindi frá því í gær að bæði Sarkozy og Berlusconi séu undir þrýstingi frá öfgasinnuðum hægri öflum í heimalöndunum sem vilji stemma stigu við ört vaxandi straumi flóttamanna til landanna. „Ef sáttmálinn á að vera í gildi þarf að endurskoða hann,“ sagði Sarkozy í gær. Berlusconi sagði nauðsynlegt að setja varnagla eða ákvæði inn í sáttmálann til að bregaðst við kringumstæðum líkum þeim sem nú væru uppi og vísaði til ólgunnar í Norður-Afríku. Við slíkar aðstæður, þegar mikill fjöldi flóttamanna streymdi til Evrópu, væri nauðsynlegt að koma á vegabréfaskoðun við innri landamæri álfunnar. Eftir fundinn sögðust Sarkozy og Berlusconi hafa sent sameiginlegt bréf til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem óskað væri eftir því að sáttmálinn yrði endurskoðaður á fundi sambandsins í júní. Markmið Schengen-sáttmálans, sem tók gildi árið 1995, er að auðvelda fólki að ferðast innan Schengen-svæðisins með því að afnema vegabréfaskoðun á innri landamærum þess. Öll Evrópusambandsríkin fyrir utan Bretland og Írland eru þátttakendur í Schengen en auk þeirra hafa Noregur, Ísland og Sviss skrifað undir sáttmálann. Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Fyrir nokkrum mánuðum stóðu Frakkar og Þjóðverjar meðal annarra fyrir því að hamla þátttöku Búlgaríu og Rúmeníu í samstarfinu. trausti@frettabladid.is Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ítalir og Frakkar vilja endurskoða Schengen-sáttmálann með hliðsjón af því ástandi sem skapast hefur þegar tugir þúsunda flóttamanna hafa streymt frá Túnis og fleiri ríkjum Norður-Afríku til Ítalíu. Talið er að hátt í 30 þúsund flóttamenn hafi komið til Ítalíu á undanförnum vikum. Ítalir hafa leyft þúsundum þeirra að halda áfram til Frakklands. Í flestum tilfellum eru þetta Túnisar sem hafa ætlað að fara til ættingja sinna í Frakklandi en frönsk stjórnvöld hafa sent marga þeirra til baka. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti gekk í gær á fund Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, þar sem þeir lögðu til hliðar deilur sínar um innflytjendamál og stóðu saman í kröfu sinni um endurskoðun Schengen-sáttmálans. Fréttastofa BBC greindi frá því í gær að bæði Sarkozy og Berlusconi séu undir þrýstingi frá öfgasinnuðum hægri öflum í heimalöndunum sem vilji stemma stigu við ört vaxandi straumi flóttamanna til landanna. „Ef sáttmálinn á að vera í gildi þarf að endurskoða hann,“ sagði Sarkozy í gær. Berlusconi sagði nauðsynlegt að setja varnagla eða ákvæði inn í sáttmálann til að bregaðst við kringumstæðum líkum þeim sem nú væru uppi og vísaði til ólgunnar í Norður-Afríku. Við slíkar aðstæður, þegar mikill fjöldi flóttamanna streymdi til Evrópu, væri nauðsynlegt að koma á vegabréfaskoðun við innri landamæri álfunnar. Eftir fundinn sögðust Sarkozy og Berlusconi hafa sent sameiginlegt bréf til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem óskað væri eftir því að sáttmálinn yrði endurskoðaður á fundi sambandsins í júní. Markmið Schengen-sáttmálans, sem tók gildi árið 1995, er að auðvelda fólki að ferðast innan Schengen-svæðisins með því að afnema vegabréfaskoðun á innri landamærum þess. Öll Evrópusambandsríkin fyrir utan Bretland og Írland eru þátttakendur í Schengen en auk þeirra hafa Noregur, Ísland og Sviss skrifað undir sáttmálann. Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Fyrir nokkrum mánuðum stóðu Frakkar og Þjóðverjar meðal annarra fyrir því að hamla þátttöku Búlgaríu og Rúmeníu í samstarfinu. trausti@frettabladid.is
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira