Sprengja fannst rétt hjá tónleikastað Diktu í Berlín 28. maí 2011 11:00 Meðlimir Diktu sluppu heilir á húfi eftir að risastór sprengja var aftengd skammt frá tónleikastað þeirra. „Við erum allir á lífi og allir með tíu fingur og tíu tær,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. 250 kílógramma sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni fannst rétt hjá tónleikastað hljómsveitarinnar í Berlín á fimmtudagskvöld. Fyrir vikið voru allar nærliggjandi götur rýmdar á meðan sprengjan var aftengd og Dikta varð að flytja tónleikana yfir á annan stað. „Við komum til Berlínar í gær [á fimmtudag] og stigum út úr bílnum eftir 500 km akstur. Það fyrsta sem við heyrðum var SMS í símanum um að það væri búið að loka öllu hverfinu,“ segir Haukur Heiðar. „Við bjuggumst við því að þetta væri Al Kaída eða eitthvað slíkt en þetta reyndist vera sprengja úr seinni heimsstyrjöldinni sem var búin að vera þarna í 65 ár. Og þeir þurftu endilega að finna hana í gær [fimmtudag]. Sprengjan fannst um tíu metra frá tónleikastaðnum Magnet í ánni Spree þar sem framkvæmdir stóðu yfir á brú. Það gerist nokkuð reglulega að sprengjur finnast í Þýskalandi og talið er að í Berlín einni séu um þrjú þúsund sprengjur grafnar undir borginni. „Fyrst héldum við að við þyrftum að aflýsa tónleikunum en með ótrúlegum klækjabrögðum tókst tónleikabókaranum okkar að færa tónleikana á annan stað í sama hverfi,“ segir Haukur Heiðar. Þeir félagar lentu í annarri uppákomu sama dag þegar þeir áttu að fara í útvarpsviðtal í miðborg Berlínar. Þar var einnig búið að loka öllum götum vegna mótmæla en fyrst óttuðust Diktu-liðar að önnur sprengja hefði fundist þar. „Við þurftum að hlaupa út úr leigubílnum og hlaupa einhverjar götur fram og til baka til að leita uppi þessa útvarpsstöð. Þetta var gríðarlega skrítinn dagur í Berlín.“ Tónleikarnir í höfuðborginni voru þeir síðustu á tveggja vikna ferðalagi Diktu um Þýskaland sem var farið til að kynna plötuna Get It Together. Hún kom út á vegum fyrirtækjanna Smarten-Up og Rough Trade í Evrópu 11. mars. Núna er sveitin stödd í Árósum í Danmörku þar sem hún spilar á Spot-hátíðinni. „Við erum komnir í aðeins öruggara umhverfi,“ segir Haukur, feginn að vera laus við öll vandræðin í Berlín. freyr@frettabladid.is Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Við erum allir á lífi og allir með tíu fingur og tíu tær,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. 250 kílógramma sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni fannst rétt hjá tónleikastað hljómsveitarinnar í Berlín á fimmtudagskvöld. Fyrir vikið voru allar nærliggjandi götur rýmdar á meðan sprengjan var aftengd og Dikta varð að flytja tónleikana yfir á annan stað. „Við komum til Berlínar í gær [á fimmtudag] og stigum út úr bílnum eftir 500 km akstur. Það fyrsta sem við heyrðum var SMS í símanum um að það væri búið að loka öllu hverfinu,“ segir Haukur Heiðar. „Við bjuggumst við því að þetta væri Al Kaída eða eitthvað slíkt en þetta reyndist vera sprengja úr seinni heimsstyrjöldinni sem var búin að vera þarna í 65 ár. Og þeir þurftu endilega að finna hana í gær [fimmtudag]. Sprengjan fannst um tíu metra frá tónleikastaðnum Magnet í ánni Spree þar sem framkvæmdir stóðu yfir á brú. Það gerist nokkuð reglulega að sprengjur finnast í Þýskalandi og talið er að í Berlín einni séu um þrjú þúsund sprengjur grafnar undir borginni. „Fyrst héldum við að við þyrftum að aflýsa tónleikunum en með ótrúlegum klækjabrögðum tókst tónleikabókaranum okkar að færa tónleikana á annan stað í sama hverfi,“ segir Haukur Heiðar. Þeir félagar lentu í annarri uppákomu sama dag þegar þeir áttu að fara í útvarpsviðtal í miðborg Berlínar. Þar var einnig búið að loka öllum götum vegna mótmæla en fyrst óttuðust Diktu-liðar að önnur sprengja hefði fundist þar. „Við þurftum að hlaupa út úr leigubílnum og hlaupa einhverjar götur fram og til baka til að leita uppi þessa útvarpsstöð. Þetta var gríðarlega skrítinn dagur í Berlín.“ Tónleikarnir í höfuðborginni voru þeir síðustu á tveggja vikna ferðalagi Diktu um Þýskaland sem var farið til að kynna plötuna Get It Together. Hún kom út á vegum fyrirtækjanna Smarten-Up og Rough Trade í Evrópu 11. mars. Núna er sveitin stödd í Árósum í Danmörku þar sem hún spilar á Spot-hátíðinni. „Við erum komnir í aðeins öruggara umhverfi,“ segir Haukur, feginn að vera laus við öll vandræðin í Berlín. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira