Erlent

Hafa ráðamenn ekki undir grun

Hillary Clinton
Hillary Clinton
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld ekki vita um neitt sem bendi til þess að einhverjir pakistanskra ráðamanna hafi vitað um fylgsni Osama bin Laden.

 

Þetta sagði hún í Pakistan í gær, en samskipti þjóðanna höfðu versnað eftir að bandarískir sérsveitarmenn réðust inn í landið og réðu þar hryðjuverkaleiðtogann bin Laden af dögum. Hillary sagði nýtt skeið nú hafið í samskiptum ríkjanna. Pakistan hefði eftir sem áður fullan stuðning Bandaríkjanna í baráttu við hryðjuverkahópa.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×