Clarins notar íslenskt kál 11. mars 2011 00:00 Margit Elva Einarsdóttir, þjálfari hjá Clarins. Fréttablaðið/GVA Íslenskt skarfakál eða Cochlearia er ein þriggja jurta sem ný andlitskrem frá franska snyrtivörurisanum Clarins, innihalda. Sérfræðingar Clarins leita uppi harðgerar plöntur um allan heim til að nýta eiginleika þeirra í snyrtivörur, þar á meðal á Íslandi. Skarfakálið er sagt hægja á öldrun húðarinnar en kremin eru ætluð 50 ára og eldri. „Lionel de Benetti, framkvæmdastjóri rannsóknastofa og vörustjórnunar Clarins, rakst á jurtina við göngustíg á ferð sinni um Ísland. Hann komst að því að skarfakálið var ein af fyrstu jurtunum til að nema land í Surtsey, árið 1965 og þar með skapa nýtt líf," útskýrir Benjamin Vouard, framkvæmdastjóri þjálfunar hjá Clarins. Lionel heillaðist af þeim eiginleikum skarfakálsins að þrífast í harðgerum jarðvegi og loftslagi og efnagreindi jurtina. „Við komumst að því að skarfakál örvar virkni prótínsameinda og hamlar bindingu prótína við sykursameindir og hamlar þannig öldrun fruma. Clarins fékk einkaleyfi á notkun skarfakálsins og ræktar það á rannsóknastofu í Frakklandi," segir Benjamin enn fremur. Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins. Íslendingar hafa notað skarfakál um aldir sér til heilsubótar, meðal annars við skyrbjúg en jurtin er rík af C-vítamíni. „Skarfakál er einnig talið gott við ýmsum kvillum eins og gigt, bjúg, og ýmsum húðsjúkdómum," segir á Vísindavef Háskóla Íslands. „Við Íslendingar þekkjum þessa jurt vel," segir Margit Elva Einarsdóttir, þjálfari hjá Clarins á Íslandi. „Nú hefur Clarins sýnt fram á að það hjálpar til við að endurheimta ljóma húðarinnar. Nýjustu kannanir sýna að sjáanlegur munur er á húðinni eftir 10 daga notkun kremsins," segir Margit og líkir húðinni við tennisspaða til að útskýra virknina.Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins.„Þegar húðin er ung er hún stinn og þétt eins og nýr tennisspaði. Við notkun slakna þræðirnir í spaðanum og eins er með húðina hún tapar þéttleika með aldrinum. Efnin í skarfakálinu ásamt hinum jurtunum í kreminu, Waltheria og Spergularia, þétta innra lag húðarinnar og hrukkur grynnka." Vital Light-kremin eru ný á markaðnum hér á landi. Benjamin tekur fram að rannsóknastofa Clarins hafi vottun franska heilbrigðiseftirlitsins fyrir gott starf. „Clarins hefur verið óumdeilanlegur leiðtogi í snyrtivöruheiminum í Evrópu í yfir 20 ár sér í lagi í þróun snyrtivara sem vinna gegn öldrun húðarinnar," segir hann einnig. heida@frettabladid.is Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Íslenskt skarfakál eða Cochlearia er ein þriggja jurta sem ný andlitskrem frá franska snyrtivörurisanum Clarins, innihalda. Sérfræðingar Clarins leita uppi harðgerar plöntur um allan heim til að nýta eiginleika þeirra í snyrtivörur, þar á meðal á Íslandi. Skarfakálið er sagt hægja á öldrun húðarinnar en kremin eru ætluð 50 ára og eldri. „Lionel de Benetti, framkvæmdastjóri rannsóknastofa og vörustjórnunar Clarins, rakst á jurtina við göngustíg á ferð sinni um Ísland. Hann komst að því að skarfakálið var ein af fyrstu jurtunum til að nema land í Surtsey, árið 1965 og þar með skapa nýtt líf," útskýrir Benjamin Vouard, framkvæmdastjóri þjálfunar hjá Clarins. Lionel heillaðist af þeim eiginleikum skarfakálsins að þrífast í harðgerum jarðvegi og loftslagi og efnagreindi jurtina. „Við komumst að því að skarfakál örvar virkni prótínsameinda og hamlar bindingu prótína við sykursameindir og hamlar þannig öldrun fruma. Clarins fékk einkaleyfi á notkun skarfakálsins og ræktar það á rannsóknastofu í Frakklandi," segir Benjamin enn fremur. Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins. Íslendingar hafa notað skarfakál um aldir sér til heilsubótar, meðal annars við skyrbjúg en jurtin er rík af C-vítamíni. „Skarfakál er einnig talið gott við ýmsum kvillum eins og gigt, bjúg, og ýmsum húðsjúkdómum," segir á Vísindavef Háskóla Íslands. „Við Íslendingar þekkjum þessa jurt vel," segir Margit Elva Einarsdóttir, þjálfari hjá Clarins á Íslandi. „Nú hefur Clarins sýnt fram á að það hjálpar til við að endurheimta ljóma húðarinnar. Nýjustu kannanir sýna að sjáanlegur munur er á húðinni eftir 10 daga notkun kremsins," segir Margit og líkir húðinni við tennisspaða til að útskýra virknina.Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins.„Þegar húðin er ung er hún stinn og þétt eins og nýr tennisspaði. Við notkun slakna þræðirnir í spaðanum og eins er með húðina hún tapar þéttleika með aldrinum. Efnin í skarfakálinu ásamt hinum jurtunum í kreminu, Waltheria og Spergularia, þétta innra lag húðarinnar og hrukkur grynnka." Vital Light-kremin eru ný á markaðnum hér á landi. Benjamin tekur fram að rannsóknastofa Clarins hafi vottun franska heilbrigðiseftirlitsins fyrir gott starf. „Clarins hefur verið óumdeilanlegur leiðtogi í snyrtivöruheiminum í Evrópu í yfir 20 ár sér í lagi í þróun snyrtivara sem vinna gegn öldrun húðarinnar," segir hann einnig. heida@frettabladid.is
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira