Davíð skrifar leiðara langt fram á ævikvöld ef heilsan leyfir Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2011 12:15 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Mynd/GVA Engin tímamörk eru á ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra Morgunblaðsins og það er ekkert fararsnið á honum, segir Óskar Magnússon, útgefandi blaðsins. Nokkur umræða hefur verið á veraldarvefnum að ráðning Davíðs Oddssonar annars tveggja ritstjóra Morgunblaðsins hafi verið tímabundin til tveggja ára og að hún renni út í haust. M.a hafði bloggarinn Gísli Baldvinsson haldið þessu fram að því er virðist án þess að styðjast við nokkrar heimildir. Þá hafa einhverjir verið að kalla eftir því að Davíð snúi aftur í stjórnmálin, en á vefnum Amx.is, sem er vettvangur ákveðinna afla í Sjálfstæðisflokknum, var núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, gagnrýndur en þar segir jafnframt „að mikill sjónarsviptir sé af Davíð í pólitíkinni því hann beri höfuð og herðar yfir aðra forystumenn þjóðarinnar á umliðnum árum og áratugum." Þessi greinarstúfur birtist eftir að ritstjórinn var heiðursgestur á árshátíð Heimdallar, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Davíð nýtur mikillar hylli meðal ungra sjálfstæðismanna og eftir árshátíðina birtust myndir á veraldarvefnum af ungliðunum rjóðum í kinnum með gamla foringjanum. Þótti hugsanleg endurkoma í stjórnmálin gefa sögusögnum um að ráðningartímabil í stóli ritstjóra liði senn undir lok, byr undir báða vængi, eða að minnsta kosti annan vænginn.Engin tímamörk í samkomulagi við Árvakur Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, segir alrangt að einhver tímamörk séu á ráðningu Davíðs. Það séu engin tímamörk í ráðningarsamningi við Davíð eða ritstjóra Morgunblaðsins yfirleitt. „Það er ekki einu sinni aldurshámark. Þannig að ef hann lifir lengi og honum heilsast vel þá getur þetta orðið mjög langt," segir Óskar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að ráðning Davíðs sé byggð á munnlegu samkomulagi hans og útgefandans. Óskar segir það hins vegar ekki rétt, báðir ritstjórarnir, Davíð og Haraldur Johannessen, séu með skriflega ráðningarsamninga. En hvernig gengur reksturinn? „Hann gengur betur en margur heldur," segir Óskar en hann hefur sagt að reksturinn hafi verið eins og við mátti búast. Þess má þó geta að tap Árvakurs á árinu 2009 nam 1,3 milljörðum króna samkvæmt síðasta birta ársreikningi félagsins. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Engin tímamörk eru á ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra Morgunblaðsins og það er ekkert fararsnið á honum, segir Óskar Magnússon, útgefandi blaðsins. Nokkur umræða hefur verið á veraldarvefnum að ráðning Davíðs Oddssonar annars tveggja ritstjóra Morgunblaðsins hafi verið tímabundin til tveggja ára og að hún renni út í haust. M.a hafði bloggarinn Gísli Baldvinsson haldið þessu fram að því er virðist án þess að styðjast við nokkrar heimildir. Þá hafa einhverjir verið að kalla eftir því að Davíð snúi aftur í stjórnmálin, en á vefnum Amx.is, sem er vettvangur ákveðinna afla í Sjálfstæðisflokknum, var núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, gagnrýndur en þar segir jafnframt „að mikill sjónarsviptir sé af Davíð í pólitíkinni því hann beri höfuð og herðar yfir aðra forystumenn þjóðarinnar á umliðnum árum og áratugum." Þessi greinarstúfur birtist eftir að ritstjórinn var heiðursgestur á árshátíð Heimdallar, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Davíð nýtur mikillar hylli meðal ungra sjálfstæðismanna og eftir árshátíðina birtust myndir á veraldarvefnum af ungliðunum rjóðum í kinnum með gamla foringjanum. Þótti hugsanleg endurkoma í stjórnmálin gefa sögusögnum um að ráðningartímabil í stóli ritstjóra liði senn undir lok, byr undir báða vængi, eða að minnsta kosti annan vænginn.Engin tímamörk í samkomulagi við Árvakur Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, segir alrangt að einhver tímamörk séu á ráðningu Davíðs. Það séu engin tímamörk í ráðningarsamningi við Davíð eða ritstjóra Morgunblaðsins yfirleitt. „Það er ekki einu sinni aldurshámark. Þannig að ef hann lifir lengi og honum heilsast vel þá getur þetta orðið mjög langt," segir Óskar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að ráðning Davíðs sé byggð á munnlegu samkomulagi hans og útgefandans. Óskar segir það hins vegar ekki rétt, báðir ritstjórarnir, Davíð og Haraldur Johannessen, séu með skriflega ráðningarsamninga. En hvernig gengur reksturinn? „Hann gengur betur en margur heldur," segir Óskar en hann hefur sagt að reksturinn hafi verið eins og við mátti búast. Þess má þó geta að tap Árvakurs á árinu 2009 nam 1,3 milljörðum króna samkvæmt síðasta birta ársreikningi félagsins.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira