Skemmtanastjóri á eigin heimili - stofnaði viðburðavef Erla Hlynsdóttir skrifar 13. maí 2011 08:32 Viðburðavefurinn er nýsköpunarverkefni Sifjar Sigfúsdóttur Mynd: Búi Kristjánsson „Það má segja að ég hafi verið skemmtanastjóri á eigin heimili. Við hjónin höfum samtals haft sex börn með lögheimili hjá okkur í gegn um árin," Sif Sigfúsdóttir sem heldur úti síðunni Gerumeitthvad.is, viðburðavef fyrir alla fjölskylduna, sem hún opnaði í lok mars. „Mér fannst sárvanta síðu sem ég gat opnað á laugardagsmorgni og fundið út allt það helsta sem væri að gerast þann daginn. Í stað þess að opna margar netsíður fyrirtækja og stofnana er hægt að finna þetta allt á einum stað," segir Sif hefur gengið með hugmyndina að síðunni í maganum í tvö ár. Meðal þess sem nú ber hæst á viðburðavefnum Gerumeitthvad.is er Barnavagnavika Ferðafélags Íslands, útskriftartónleikar úr Listaháskóla íslands, fjöruganga við Bessastaðakirkju og nytjamarkaður í Súðavogi í Reykjavík þar sem allur ágóðinn rennur til ABC barnahjálpar. Vefsíðan er nýsköpunarverkefni Sifjar á námskeiði hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands,Brautargengi, sem er sérsniðið fyrir athafnakonur sem hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd. Hún hafði gengið með hugmyndina í maganum í tvö ár þegar hún loksins varð að veruleika. Sif sér alfarið sjálf um síðuna, og notar til þess lausan tíma á kvöldin og um helgar. Þá vinnur hún aðsendar myndir af á þarf að halda og skrifar texta. „Ég sé um að setja inn auglýsingar og er með góða aðila af öllu landinu sem hafa sýnt síðunni áhuga og senda á mig viðburði. Þetta er auðvitað vinna en á móti kemur að þetta er mín ástríða og mér finnst þetta gaman," segir Sif. Hún hefur alltaf verið virki í öllu félagsstarfi og hefur margvíslega reynslu að baki. Hún sat í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur árin 2008 til 2010, er með meistaragráðu úr viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og með kennsluréttindi fyrir grunn- og menntaskóla. „Ég ákvað að vinna síðuna út frá fræðum markaðsfræðingsins og frumkvöðulsins Guy Kawasaki en hans mottó er meðal annars viðskiptahugmyndin eigi að auka lífsgæði fólks, hún eigi að uppfylla þörf og ennfremur að þörfin fyrir að koma skilaboðunum áleiðis til fólksins sé sterkari en skammtíma gróðasjónarmið. Þessu vinn ég eftir," segir Sif. Öllum er frjálst að senda inn upplýsingar um viðburði og myndir. Sif segir að henni finnist sérstaklega gaman að geta komið á framfæri grasrótarviðburðum sem höfða til allra, og eru án aðgangseyris.Skjáskot af vefnum. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
„Það má segja að ég hafi verið skemmtanastjóri á eigin heimili. Við hjónin höfum samtals haft sex börn með lögheimili hjá okkur í gegn um árin," Sif Sigfúsdóttir sem heldur úti síðunni Gerumeitthvad.is, viðburðavef fyrir alla fjölskylduna, sem hún opnaði í lok mars. „Mér fannst sárvanta síðu sem ég gat opnað á laugardagsmorgni og fundið út allt það helsta sem væri að gerast þann daginn. Í stað þess að opna margar netsíður fyrirtækja og stofnana er hægt að finna þetta allt á einum stað," segir Sif hefur gengið með hugmyndina að síðunni í maganum í tvö ár. Meðal þess sem nú ber hæst á viðburðavefnum Gerumeitthvad.is er Barnavagnavika Ferðafélags Íslands, útskriftartónleikar úr Listaháskóla íslands, fjöruganga við Bessastaðakirkju og nytjamarkaður í Súðavogi í Reykjavík þar sem allur ágóðinn rennur til ABC barnahjálpar. Vefsíðan er nýsköpunarverkefni Sifjar á námskeiði hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands,Brautargengi, sem er sérsniðið fyrir athafnakonur sem hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd. Hún hafði gengið með hugmyndina í maganum í tvö ár þegar hún loksins varð að veruleika. Sif sér alfarið sjálf um síðuna, og notar til þess lausan tíma á kvöldin og um helgar. Þá vinnur hún aðsendar myndir af á þarf að halda og skrifar texta. „Ég sé um að setja inn auglýsingar og er með góða aðila af öllu landinu sem hafa sýnt síðunni áhuga og senda á mig viðburði. Þetta er auðvitað vinna en á móti kemur að þetta er mín ástríða og mér finnst þetta gaman," segir Sif. Hún hefur alltaf verið virki í öllu félagsstarfi og hefur margvíslega reynslu að baki. Hún sat í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur árin 2008 til 2010, er með meistaragráðu úr viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og með kennsluréttindi fyrir grunn- og menntaskóla. „Ég ákvað að vinna síðuna út frá fræðum markaðsfræðingsins og frumkvöðulsins Guy Kawasaki en hans mottó er meðal annars viðskiptahugmyndin eigi að auka lífsgæði fólks, hún eigi að uppfylla þörf og ennfremur að þörfin fyrir að koma skilaboðunum áleiðis til fólksins sé sterkari en skammtíma gróðasjónarmið. Þessu vinn ég eftir," segir Sif. Öllum er frjálst að senda inn upplýsingar um viðburði og myndir. Sif segir að henni finnist sérstaklega gaman að geta komið á framfæri grasrótarviðburðum sem höfða til allra, og eru án aðgangseyris.Skjáskot af vefnum.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira