Erlent

Bretar segja nei við herstjórnarstöð ESB

Óli Tynes skrifar
Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni koma í veg fyrir að Evrópusambandið komi sér upp varanlegri herstjórnarstöð vegna þess að það myndi veikja Atlantshafsbandalagið. William Hague utanríkisráðherra Bretlands sagði í dag að herstjórnarstöðin væri rauð lína sem Bretar myndu ekki stíga yfir. Hann sagði að það myndi til frambúðar aðskilja hernaðaráætlanir ESB og hernaðaráætlanir NATO.

 

Á síðustu fimmtán árum hefur Evrópusambandið sent bæði hersvetir og hjálparsveitir til átakasvæða einkum í Afríku og Asíu. Það hefur líka fallist á að senda herlið til Líbíu ef Sameinuðu þjóðirnar fara framá það. Flest ríki Evrópusambandsins eru hlynnt því að setja upp varanlega herstjórnarstöð. Bretar eru á móti því vegna þess að það myndi veikja bæði NATO og hernaðarsambandið við Bandaríkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×