Erlent

Norðurlönd leiðandi í loftárásum í Líbíu

Óli Tynes skrifar
Norðmenn og Danir sendu samtals tólf  F-16 orrustuþotur til Líbíu.
Norðmenn og Danir sendu samtals tólf F-16 orrustuþotur til Líbíu.
Flugsveitir frá Danmörku og Noregi eru leiðandi í loftárásum á hersveitir Moammars Gaddafis í Líbíu. Hvort land um sig sendi sex F-16 orrustuþotur í stríðið. Þegar beðið er um stuðning úr lofti er jafnvel sérstaklega beðið um að sendar verði flugvélar frá þessum Norðurlöndum.

Ástæðurnar eru meðal annars þær að sveitirnar þykja bregðast ótrúlega fljótt við. Þá er sagt um flugmennina að þeir hiki aldrei og að þeir hitti undantekningalaust skotmörk sín. Norska blaðið Aftenposten segir að af þessum sökum séu danskar og norskar flugvélar á lofti í tuttugu tíma á sólarhring.

Ekki eru nefndar tölur frá Danmörku en norsku orrustuþoturnar sex hafa skotið yfir 12 prósent

umaf þeim sprengjum og eldflaugum sem sturtað hefur verið yfir Gaddafi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×