Erlent

Fundu stærstu könguló sem lifað hefur á jörðinni

Vísindamenn hafa lýst steingerðri könguló sem nýlega fannst í Kína sem stærstu könguló sem nokkurn tíma lifði á jörðinni.

Köngulóin, sem var kvenkyns, lifði fyrir 165 milljónum ára síðan. Hún tilheyrir þekktri fjölskyldu köngulóa sem kallast gullvefarar sökum þess að sterkbyggður vefur þeirra er gullinn á litinn. Jafnframt vefa þær einhverja stærstu köngulóarvefi sem þekkjast en þeir geta orðið hálfur annar metri í þvermál.

Steingerða eintakið sem fannst í Mongólíu sýnir að fætur þessarar köngulóar voru 15 sentimetra langir. Í umfjöllun um málið á BBC segir að könguló þessi sé svo vel varðveitt að hægt er að greina hárin á fótum hennar.

Áður en þessi könugló fannst voru elstu steingerðu leyfar köngulóa í heiminum 35 milljón ára gamlar.

Nútímaafkomendur þessarar köngulóar bera vísindaheitið Nephila og er þá að finna víða í hitabeltislöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×