Erlent

Obeidi gagnrýnir Breta harðlega

Abdul Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, gagnrýnir harðlega þau áform breskra stjórnvalda að senda sveit hernaðarráðgjafa til Benghazi.

Ráðgjöfunum er ætlað að aðstoða uppreisnarmenn í bardögum þeirra við hersveitir Gaddafi.

Obeidi segir að tilkoma ráðgjafana muni draga stríðið á langinn og gera það enn skelfilegra en það er. Obeidi vill að samið verði um vopnahlé strax og síðan efnt til kosninga eftir sex mánuði. Þetta er í samræmi við tillögur Afríkusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×