Í anda stefnu flokksins að klára viðræður 16. ágúst 2011 06:00 Benedikt Jóhannesson Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á sunnudag að draga beri aðildarumsókn Íslands að ESB tafarlaust til baka. Þótt Bjarni hafi áður lýst þessari skoðun hafa orð Bjarna verið talin afdráttarlausari en fyrri yfirlýsingar hans um málið. Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segir það óráð að draga umsóknina til baka. „Almennt talað held ég að það sé heppilegt miðað við stöðuna í þjóðfélaginu að halda sem flestum leiðum opnum burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt og bætir við: „Ég held að það væri mjög í anda stefnu flokksins að ljúka viðræðunum og fá þann besta samning sem við getum fengið. Nú ef hann er svo ekki nógu góður þá hef ég þá trú á þjóðinni að hún sé nógu greind til að hafna honum. Ég held að það væri mjög vont að taka það af þjóðinni að taka afstöðu til samnings.“ Benedikt segir umræðu um efnahagsvandræði í Evrópu hafa verið áberandi að undanförnu en að þeir erfiðleikar séu ekki ástæða til að vera á móti ESB. „Það eru auðvitað efnahagserfiðleikar víðar, til dæmis í Bandaríkjunum. En mér sem sjálfstæðismanni hefur hugnast mjög vel sú stefna ESB að vilja jöfnuð í ríkisfjármálum og það að ríki skuldi ekki of mikið. Ég held að það sé einmitt stefna sjálfstæðismanna hér á Íslandi, að það eigi að ná jöfnuði í ríkisfjármálum og minnka skuldir sem allra mest,“ segir Benedikt. „Akkúrat í þessu máli held ég að stefna ESB og Sjálfstæðisflokksins fari afar vel saman,“ segir Benedikt. - mþl Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á sunnudag að draga beri aðildarumsókn Íslands að ESB tafarlaust til baka. Þótt Bjarni hafi áður lýst þessari skoðun hafa orð Bjarna verið talin afdráttarlausari en fyrri yfirlýsingar hans um málið. Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segir það óráð að draga umsóknina til baka. „Almennt talað held ég að það sé heppilegt miðað við stöðuna í þjóðfélaginu að halda sem flestum leiðum opnum burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt og bætir við: „Ég held að það væri mjög í anda stefnu flokksins að ljúka viðræðunum og fá þann besta samning sem við getum fengið. Nú ef hann er svo ekki nógu góður þá hef ég þá trú á þjóðinni að hún sé nógu greind til að hafna honum. Ég held að það væri mjög vont að taka það af þjóðinni að taka afstöðu til samnings.“ Benedikt segir umræðu um efnahagsvandræði í Evrópu hafa verið áberandi að undanförnu en að þeir erfiðleikar séu ekki ástæða til að vera á móti ESB. „Það eru auðvitað efnahagserfiðleikar víðar, til dæmis í Bandaríkjunum. En mér sem sjálfstæðismanni hefur hugnast mjög vel sú stefna ESB að vilja jöfnuð í ríkisfjármálum og það að ríki skuldi ekki of mikið. Ég held að það sé einmitt stefna sjálfstæðismanna hér á Íslandi, að það eigi að ná jöfnuði í ríkisfjármálum og minnka skuldir sem allra mest,“ segir Benedikt. „Akkúrat í þessu máli held ég að stefna ESB og Sjálfstæðisflokksins fari afar vel saman,“ segir Benedikt. - mþl
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira