Í anda stefnu flokksins að klára viðræður 16. ágúst 2011 06:00 Benedikt Jóhannesson Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á sunnudag að draga beri aðildarumsókn Íslands að ESB tafarlaust til baka. Þótt Bjarni hafi áður lýst þessari skoðun hafa orð Bjarna verið talin afdráttarlausari en fyrri yfirlýsingar hans um málið. Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segir það óráð að draga umsóknina til baka. „Almennt talað held ég að það sé heppilegt miðað við stöðuna í þjóðfélaginu að halda sem flestum leiðum opnum burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt og bætir við: „Ég held að það væri mjög í anda stefnu flokksins að ljúka viðræðunum og fá þann besta samning sem við getum fengið. Nú ef hann er svo ekki nógu góður þá hef ég þá trú á þjóðinni að hún sé nógu greind til að hafna honum. Ég held að það væri mjög vont að taka það af þjóðinni að taka afstöðu til samnings.“ Benedikt segir umræðu um efnahagsvandræði í Evrópu hafa verið áberandi að undanförnu en að þeir erfiðleikar séu ekki ástæða til að vera á móti ESB. „Það eru auðvitað efnahagserfiðleikar víðar, til dæmis í Bandaríkjunum. En mér sem sjálfstæðismanni hefur hugnast mjög vel sú stefna ESB að vilja jöfnuð í ríkisfjármálum og það að ríki skuldi ekki of mikið. Ég held að það sé einmitt stefna sjálfstæðismanna hér á Íslandi, að það eigi að ná jöfnuði í ríkisfjármálum og minnka skuldir sem allra mest,“ segir Benedikt. „Akkúrat í þessu máli held ég að stefna ESB og Sjálfstæðisflokksins fari afar vel saman,“ segir Benedikt. - mþl Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á sunnudag að draga beri aðildarumsókn Íslands að ESB tafarlaust til baka. Þótt Bjarni hafi áður lýst þessari skoðun hafa orð Bjarna verið talin afdráttarlausari en fyrri yfirlýsingar hans um málið. Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segir það óráð að draga umsóknina til baka. „Almennt talað held ég að það sé heppilegt miðað við stöðuna í þjóðfélaginu að halda sem flestum leiðum opnum burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt og bætir við: „Ég held að það væri mjög í anda stefnu flokksins að ljúka viðræðunum og fá þann besta samning sem við getum fengið. Nú ef hann er svo ekki nógu góður þá hef ég þá trú á þjóðinni að hún sé nógu greind til að hafna honum. Ég held að það væri mjög vont að taka það af þjóðinni að taka afstöðu til samnings.“ Benedikt segir umræðu um efnahagsvandræði í Evrópu hafa verið áberandi að undanförnu en að þeir erfiðleikar séu ekki ástæða til að vera á móti ESB. „Það eru auðvitað efnahagserfiðleikar víðar, til dæmis í Bandaríkjunum. En mér sem sjálfstæðismanni hefur hugnast mjög vel sú stefna ESB að vilja jöfnuð í ríkisfjármálum og það að ríki skuldi ekki of mikið. Ég held að það sé einmitt stefna sjálfstæðismanna hér á Íslandi, að það eigi að ná jöfnuði í ríkisfjármálum og minnka skuldir sem allra mest,“ segir Benedikt. „Akkúrat í þessu máli held ég að stefna ESB og Sjálfstæðisflokksins fari afar vel saman,“ segir Benedikt. - mþl
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira