Erlent

Rhapsody kaupir Napster, Yahoo! og ABC í samstarf

Napster var áður í eigu Best Buy.
Napster var áður í eigu Best Buy.
Yahoo! og ABC fréttastofan í Bandaríkjunum hafa tekið saman höndum. Þetta var tilkynnt í morgunþættinum Good Morning America fyrr í dag. Stjórnendur leitarvélarinnar og fréttamiðilsins sögðust stefna að því að verða stærsti stafræna fréttasía í heimi. Þeir tóku einnig fram að ekki væri um samruna að ræða - einungis samstarf.

Seinna í dag var síðan tilkynnt að tónlistarsían Rhapsody hefði keypt Napster. Fyrirtækin tvö eru elstu stafrænu tónlistarmiðlarnir. Ástæðan fyrir kaupunum liggur í auknum vinsældum Spotify sem nýlega hóf starfsemi í Bandaríkjunum. Spotify bíður upp á gríðarmikið safn nýrrar og eldri tónlistar sem notendur geta nálgast hvar sem er og hvenær sem er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×