Enski boltinn

Dalglish með báða fætur á jörðinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dalglish fagnar með Gerrard í dag.
Dalglish fagnar með Gerrard í dag.

Kenny Dalglish hefur heldur betur tekist að blása lífi í lið Liverpool en liðið vann sinn fjórða leik í röð í dag er það sótti Chelsea heim.

Liverpool er nú aðeins sex stigum frá Meistaradeildarsæti. Þrátt fyrir gott gengi í síðustu leikjum er Dalglish með báðar fætur á jörðinni.

"Þetta er að jafnast og ég veit ekki hvort Meistaradeildarsætið er í sigtinu. Við tökum bara einn leik í einu. Næst er það Wigan og við verðum að hugsa um þann leik núna," sagði Kenny sem var allur í klisjunum.

"Ég hef sagt það áður að ef við höldum áfram að vinna þá söfnum við stigum. Þá sjáum við hvar við endum. Við munum fara af fullum krafti í alla leiki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×