Enski boltinn

Eggert Gunnþór á leið til Wolves

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert, til hægri, í leik með Hearts.
Eggert, til hægri, í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images
Skoskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson sé á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Wolves.

Eggert hefur allan sinn atvinnumannaferil verið á mála hjá Hearts í Skotlandi en þangað kom hann árið 2005 er hann var á sautjánda aldursári.

Skoska sjónvarpsstöðin STV fullyrðir að Eggert hafi verið í viðræðum við Wolves í dag og að líklegt sé að hann fari til liðsins þegar opnað verði fyrir félagaskipti nú í janúar.

Ýmislegt hefur gengið á hjá Hearts að undanförnu en leikmenn eiga enn eftir að fá greidd laun fyrir desembermánuð. Þau áttu að berast þann fyrir fjórum dögum síðan en tafir hafa verið á öðrum launagreiðslum fyrr í haust.

Eggert spilaði ekki með liðinu gegn Dunfermline um helgina og líklegt þykir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í Skotlandi í bili. Alls á hann 153 leiki að baki með félaginu og skoraði hann í þeim níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×