Erlent

Christie býður sig ekki fram til forseta

Chris Christie á blaðamannafundi í dag.
Chris Christie á blaðamannafundi í dag. mynd/AFP
Chris Christie, fylkisstjóri New Jersey, tilkynnti í dag að hann myndi ekki sækjast eftir embætti forseta Bandaríkjanna á næsta ári.

Margir Repúblikanar höfðu bundið vonir við framboð Christies en hann er talinn vera frjálslyndari en núverandi forsetaefni flokksins.

Talið er að hófsamir Repúblikanir muni því greiða Mitt Romney, núverandi fylkisstjóra Massachusetts atkvæði sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×