Enski boltinn

Dalglish: Með smá heppni hefði Suarez átt að skora tvö mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool tókst ekki að halda sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Wigan. Jöfnunarmark Wigan var greinilegt rangstöðumark en Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, fór varlega í gagnrýni á dómarana eftir leik.

„Þetta var mikill baráttuleikur og það mátti sjá að landsleikirnir frá því í vikunni sátu í mönnum," sagði Kenny Dalglish eftir leikinn.

„Við gáfum allt í þetta sem við gátum og með smá heppni þá hefði Luis Suarez getað skorað tvö mörk í þessum leik," sagði Dalglish en Úrúgvæinn skaut bæði í stöng og slá í leiknum.

„Wigan lék vel í þessum leik. Ég held samt að jöfnunarmarkið þeirra hafi verið rangstaða en svona hlutir gerast," sagði Dalglish en Liverpool hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir leikinn og heldi marki sínu hreinu í þeim öllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×