Fótbolti

Rúrik: Verð 100 prósent klár fyrir EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúrik Gíslason er ekki hræddur við að hann muni missa af Evrópumeistaramóti U-21 liða í Danmörku síðar í mánuðinum.

Rúrik hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla og er tæpur fyrir leik A-landsliðs Íslands gegn Dönum um helgina.

„Staðan er að verða betri, hægt og rólega með hverjum deginum. En við höfum þó ekki tekið ákvörðun um hvort að ég verði með gegn Dönum. Ökklinn er þó að lagast og ég hef enn trú á verkefninu og æfi eftir því," sagði Rúrik en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Hann hefur ekkert getað spilað síðustu þrjár vikurnar en hefur æft engu að síður vel.

„Það þýðir að ég verð leikfær um ökklinn verður tilbúinn. Ég hef örlitlar áhyggjur af Danaleiknum en engar áhyggjur af EM. Ég hef hlakkað til að taka þátt bæði í þessum leik og mótinu í sumar. Nú er ég að hugsa um þennan leik og einbeita mér að því að verða klár síðar."

„Hitt kemur í ljós síðar en ég hef engar áhyggjur. Ég verð 100 prósent klár fyrir EM."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×