Sonurinn lamaður fyrir neðan mitti - „Hrikalegt áfall“ Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2011 11:09 Mynd af stuðningssíðunni Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti. Faðir mannsins, Guðmundur Geir Sigurðsson, segir erfitt að lýsa því hvernig tilfinning það er fyrir föður að fá þær fregnir að barnið hans hafi lent í alvarlegu slysi. „Fyrst gerir maður sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Maður lifir í þeirri trú að þetta verði allt í lagi þar til fréttirnar segja manni annað. Þetta er náttúrulega bara hrikalegt áfall. Líka fyrir hans hönd. Hann er bara 24 ára gamall," segir Guðmundur Geir. Pétur Kristján er hálf þýskur en var á ferðalagi um Austurríki með unnustu sinni þegar slysið varð. Unnustan, móður Péturs og vinir hans eru hjá honum í Innsbruck en Guðmundur Geir stefnir á að fara utan á föstudag til að styðja son sinn. Pétur Kristján gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu strax eftir slysið en var síðan haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann er nú kominn til meðvitundar. Hann er mikill snjóbrettakappi en slysið var þó allsendis ótengt snjóbrettaiðkun. „Það kaldhæðnislega við þetta er að þetta gerðist bara í ósköp venjulegum göngutúr," segir Guðmundur Geir. Hann er þegar byrjaður að undirbúa flutning sonar síns til Íslands. Hann er enn að reyna að átta sig á afleiðingum slyssins. „Niðurstaða læknanna er að hann fari ekki á fætur aftur," segir hann. Stuðningssíða fyrir Pétur Kristján hefur verið stofnuð á Facebook. Hana er að finna hér. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti. Faðir mannsins, Guðmundur Geir Sigurðsson, segir erfitt að lýsa því hvernig tilfinning það er fyrir föður að fá þær fregnir að barnið hans hafi lent í alvarlegu slysi. „Fyrst gerir maður sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Maður lifir í þeirri trú að þetta verði allt í lagi þar til fréttirnar segja manni annað. Þetta er náttúrulega bara hrikalegt áfall. Líka fyrir hans hönd. Hann er bara 24 ára gamall," segir Guðmundur Geir. Pétur Kristján er hálf þýskur en var á ferðalagi um Austurríki með unnustu sinni þegar slysið varð. Unnustan, móður Péturs og vinir hans eru hjá honum í Innsbruck en Guðmundur Geir stefnir á að fara utan á föstudag til að styðja son sinn. Pétur Kristján gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu strax eftir slysið en var síðan haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann er nú kominn til meðvitundar. Hann er mikill snjóbrettakappi en slysið var þó allsendis ótengt snjóbrettaiðkun. „Það kaldhæðnislega við þetta er að þetta gerðist bara í ósköp venjulegum göngutúr," segir Guðmundur Geir. Hann er þegar byrjaður að undirbúa flutning sonar síns til Íslands. Hann er enn að reyna að átta sig á afleiðingum slyssins. „Niðurstaða læknanna er að hann fari ekki á fætur aftur," segir hann. Stuðningssíða fyrir Pétur Kristján hefur verið stofnuð á Facebook. Hana er að finna hér.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira