Sonurinn lamaður fyrir neðan mitti - „Hrikalegt áfall“ Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2011 11:09 Mynd af stuðningssíðunni Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti. Faðir mannsins, Guðmundur Geir Sigurðsson, segir erfitt að lýsa því hvernig tilfinning það er fyrir föður að fá þær fregnir að barnið hans hafi lent í alvarlegu slysi. „Fyrst gerir maður sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Maður lifir í þeirri trú að þetta verði allt í lagi þar til fréttirnar segja manni annað. Þetta er náttúrulega bara hrikalegt áfall. Líka fyrir hans hönd. Hann er bara 24 ára gamall," segir Guðmundur Geir. Pétur Kristján er hálf þýskur en var á ferðalagi um Austurríki með unnustu sinni þegar slysið varð. Unnustan, móður Péturs og vinir hans eru hjá honum í Innsbruck en Guðmundur Geir stefnir á að fara utan á föstudag til að styðja son sinn. Pétur Kristján gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu strax eftir slysið en var síðan haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann er nú kominn til meðvitundar. Hann er mikill snjóbrettakappi en slysið var þó allsendis ótengt snjóbrettaiðkun. „Það kaldhæðnislega við þetta er að þetta gerðist bara í ósköp venjulegum göngutúr," segir Guðmundur Geir. Hann er þegar byrjaður að undirbúa flutning sonar síns til Íslands. Hann er enn að reyna að átta sig á afleiðingum slyssins. „Niðurstaða læknanna er að hann fari ekki á fætur aftur," segir hann. Stuðningssíða fyrir Pétur Kristján hefur verið stofnuð á Facebook. Hana er að finna hér. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti. Faðir mannsins, Guðmundur Geir Sigurðsson, segir erfitt að lýsa því hvernig tilfinning það er fyrir föður að fá þær fregnir að barnið hans hafi lent í alvarlegu slysi. „Fyrst gerir maður sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Maður lifir í þeirri trú að þetta verði allt í lagi þar til fréttirnar segja manni annað. Þetta er náttúrulega bara hrikalegt áfall. Líka fyrir hans hönd. Hann er bara 24 ára gamall," segir Guðmundur Geir. Pétur Kristján er hálf þýskur en var á ferðalagi um Austurríki með unnustu sinni þegar slysið varð. Unnustan, móður Péturs og vinir hans eru hjá honum í Innsbruck en Guðmundur Geir stefnir á að fara utan á föstudag til að styðja son sinn. Pétur Kristján gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu strax eftir slysið en var síðan haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann er nú kominn til meðvitundar. Hann er mikill snjóbrettakappi en slysið var þó allsendis ótengt snjóbrettaiðkun. „Það kaldhæðnislega við þetta er að þetta gerðist bara í ósköp venjulegum göngutúr," segir Guðmundur Geir. Hann er þegar byrjaður að undirbúa flutning sonar síns til Íslands. Hann er enn að reyna að átta sig á afleiðingum slyssins. „Niðurstaða læknanna er að hann fari ekki á fætur aftur," segir hann. Stuðningssíða fyrir Pétur Kristján hefur verið stofnuð á Facebook. Hana er að finna hér.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira