Sonurinn lamaður fyrir neðan mitti - „Hrikalegt áfall“ Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2011 11:09 Mynd af stuðningssíðunni Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti. Faðir mannsins, Guðmundur Geir Sigurðsson, segir erfitt að lýsa því hvernig tilfinning það er fyrir föður að fá þær fregnir að barnið hans hafi lent í alvarlegu slysi. „Fyrst gerir maður sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Maður lifir í þeirri trú að þetta verði allt í lagi þar til fréttirnar segja manni annað. Þetta er náttúrulega bara hrikalegt áfall. Líka fyrir hans hönd. Hann er bara 24 ára gamall," segir Guðmundur Geir. Pétur Kristján er hálf þýskur en var á ferðalagi um Austurríki með unnustu sinni þegar slysið varð. Unnustan, móður Péturs og vinir hans eru hjá honum í Innsbruck en Guðmundur Geir stefnir á að fara utan á föstudag til að styðja son sinn. Pétur Kristján gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu strax eftir slysið en var síðan haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann er nú kominn til meðvitundar. Hann er mikill snjóbrettakappi en slysið var þó allsendis ótengt snjóbrettaiðkun. „Það kaldhæðnislega við þetta er að þetta gerðist bara í ósköp venjulegum göngutúr," segir Guðmundur Geir. Hann er þegar byrjaður að undirbúa flutning sonar síns til Íslands. Hann er enn að reyna að átta sig á afleiðingum slyssins. „Niðurstaða læknanna er að hann fari ekki á fætur aftur," segir hann. Stuðningssíða fyrir Pétur Kristján hefur verið stofnuð á Facebook. Hana er að finna hér. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti. Faðir mannsins, Guðmundur Geir Sigurðsson, segir erfitt að lýsa því hvernig tilfinning það er fyrir föður að fá þær fregnir að barnið hans hafi lent í alvarlegu slysi. „Fyrst gerir maður sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Maður lifir í þeirri trú að þetta verði allt í lagi þar til fréttirnar segja manni annað. Þetta er náttúrulega bara hrikalegt áfall. Líka fyrir hans hönd. Hann er bara 24 ára gamall," segir Guðmundur Geir. Pétur Kristján er hálf þýskur en var á ferðalagi um Austurríki með unnustu sinni þegar slysið varð. Unnustan, móður Péturs og vinir hans eru hjá honum í Innsbruck en Guðmundur Geir stefnir á að fara utan á föstudag til að styðja son sinn. Pétur Kristján gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu strax eftir slysið en var síðan haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann er nú kominn til meðvitundar. Hann er mikill snjóbrettakappi en slysið var þó allsendis ótengt snjóbrettaiðkun. „Það kaldhæðnislega við þetta er að þetta gerðist bara í ósköp venjulegum göngutúr," segir Guðmundur Geir. Hann er þegar byrjaður að undirbúa flutning sonar síns til Íslands. Hann er enn að reyna að átta sig á afleiðingum slyssins. „Niðurstaða læknanna er að hann fari ekki á fætur aftur," segir hann. Stuðningssíða fyrir Pétur Kristján hefur verið stofnuð á Facebook. Hana er að finna hér.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira