Sonurinn lamaður fyrir neðan mitti - „Hrikalegt áfall“ Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2011 11:09 Mynd af stuðningssíðunni Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti. Faðir mannsins, Guðmundur Geir Sigurðsson, segir erfitt að lýsa því hvernig tilfinning það er fyrir föður að fá þær fregnir að barnið hans hafi lent í alvarlegu slysi. „Fyrst gerir maður sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Maður lifir í þeirri trú að þetta verði allt í lagi þar til fréttirnar segja manni annað. Þetta er náttúrulega bara hrikalegt áfall. Líka fyrir hans hönd. Hann er bara 24 ára gamall," segir Guðmundur Geir. Pétur Kristján er hálf þýskur en var á ferðalagi um Austurríki með unnustu sinni þegar slysið varð. Unnustan, móður Péturs og vinir hans eru hjá honum í Innsbruck en Guðmundur Geir stefnir á að fara utan á föstudag til að styðja son sinn. Pétur Kristján gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu strax eftir slysið en var síðan haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann er nú kominn til meðvitundar. Hann er mikill snjóbrettakappi en slysið var þó allsendis ótengt snjóbrettaiðkun. „Það kaldhæðnislega við þetta er að þetta gerðist bara í ósköp venjulegum göngutúr," segir Guðmundur Geir. Hann er þegar byrjaður að undirbúa flutning sonar síns til Íslands. Hann er enn að reyna að átta sig á afleiðingum slyssins. „Niðurstaða læknanna er að hann fari ekki á fætur aftur," segir hann. Stuðningssíða fyrir Pétur Kristján hefur verið stofnuð á Facebook. Hana er að finna hér. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti. Faðir mannsins, Guðmundur Geir Sigurðsson, segir erfitt að lýsa því hvernig tilfinning það er fyrir föður að fá þær fregnir að barnið hans hafi lent í alvarlegu slysi. „Fyrst gerir maður sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Maður lifir í þeirri trú að þetta verði allt í lagi þar til fréttirnar segja manni annað. Þetta er náttúrulega bara hrikalegt áfall. Líka fyrir hans hönd. Hann er bara 24 ára gamall," segir Guðmundur Geir. Pétur Kristján er hálf þýskur en var á ferðalagi um Austurríki með unnustu sinni þegar slysið varð. Unnustan, móður Péturs og vinir hans eru hjá honum í Innsbruck en Guðmundur Geir stefnir á að fara utan á föstudag til að styðja son sinn. Pétur Kristján gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu strax eftir slysið en var síðan haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann er nú kominn til meðvitundar. Hann er mikill snjóbrettakappi en slysið var þó allsendis ótengt snjóbrettaiðkun. „Það kaldhæðnislega við þetta er að þetta gerðist bara í ósköp venjulegum göngutúr," segir Guðmundur Geir. Hann er þegar byrjaður að undirbúa flutning sonar síns til Íslands. Hann er enn að reyna að átta sig á afleiðingum slyssins. „Niðurstaða læknanna er að hann fari ekki á fætur aftur," segir hann. Stuðningssíða fyrir Pétur Kristján hefur verið stofnuð á Facebook. Hana er að finna hér.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira