Segir gagnrýni á efnahagsbrotadeild snúa að yfirstjórn RLS Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. ágúst 2011 13:00 Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrota. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skorti faglega yfirstjórn og metnað. Þá döguðu of mörg mál þar uppi þótt rannsókn þeirra hefði tekið langan tíma. Þetta kemur fram í minnisblaði ríkissaksóknara til innanríkisráðherra. Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar, segist hafa fengið þau svör hjá Valtý Sigurðssyni, fyrrverandi ríkissaksóknara, að gagnrýni hans beindist að yfirstjórn RLS, og þar með Haraldi Johannessen. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skorti faglega yfirstjórn og metnað. Þá döguðu of mörg mál þar uppi þótt rannsókn þeirra hefði tekið langan tíma. Þetta kemur fram í minnisblaði ríkissaksóknara til innanríkisráðherra. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra verður lögð niður formlega á fimmtudaginn í næstu viku því þá mun embættið sameinast embætti sérstaks saksóknara samkvæmt lögum sem þá taka gildi. Í minnisblaði sem Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari og Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur vararíkissaksóknari unnu í febrúar síðastliðnum kemur fram að efnahagsbrotadeild skorti faglega yfirstjórn og metnað og að of mörg mál hafi dagað þar uppi. Í minnisblaðinu er getið skýrslu Sigríðar Elsu um stöðu efnahagsbrotadeildarinnar frá því í október í fyrra. Skýrslan var unnin því ráðamenn höfðu áhyggjur af gangi mála sem kærð höfðu verið þangað vegna brota gegn lögum um gjaldeyrismál, að því er fram kemur í Fréttatímanum í dag. Þar kom m.a. fram að meðferð mála stöðvaðist eftir að búið var að ákveða að taka þau til rannsóknar þar sem mál voru fleiri en rannsakendur gátu ráðið við. Þess var getið að níu mál vegna brota gegn lögum um gjaldeyrismál væru í deildinni en aðeins eitt hefði verið tekið til rannsóknar. Fréttatíminn greinir jafnframt frá því að Valtýr og Sigríður Elsa minnist einnig í minnisblaðinu á tölvupóst Egils Stephensen, lögfræðings hjá tollstjóraembættinu, frá því í október síðastliðnum þar sem bent var á að flest mál, sem send hefðu verið til efnahagsbrotadeildarinnar, hefði dagað uppi. Getið var niðurfellingar umfangsmikils tollsvikamáls eftir fimm ára rannsókn þar sem sönnunarstaða hefði verið góð. Meðal annars á grundvelli fyrrnefndra gagna, þ.e umsagnar starfsmanna ríkissaksóknara, ákvað innanríkisráðherra að fara að ráðum embættismanna og sameina efnahagsbrotadeildina sérstökum saksóknara. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafa tafir á rannsókn gjaldeyrismálum valdið sakborningum miklu óhagræði. Einn einstaklingur sem hafði réttarstöðu sakbornings í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild vegna meintra brota á gjaldeyrislögum var boðaður í skýrslutöku fyrir einu og hálfu ári, en hvorki hann né verjandi hans höfðu neinar upplýsingar fengið eftir það um framvindu rannsóknarinnar, sem hafði verið kynnt á vel auglýstum blaðamannafundi. Helgi Magnús Gunnarsson veitti efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra forstöðu frá árinu 2007 en var í leyfi frá þeim störfum frá síðastliðnu hausti er hann var kosinn varasaksóknari Alþingis. Þar á undan var Jón HB Snorrason yfir deildinni.Segir minnisblaðið grundvallast af ómálefnalegum forsendum Helgi Magnús segist hafa frétt af efni minnisblaðsins áður en það birtist í fjölmiðlum og verið nokkuð ósáttur við þá gagnrýni sem þar kemur fram. Hann segir auk þess hluta þess byggjast á ómálefnalegum forsendum. Mér var kunnugt um þetta minnisblað, sem ég hef ýmsar athugasemdir við og tel nú ekki vera vel unnið, eins og sést reyndar á þessari frétt sem birtist (í Fréttatímanum innsk.blm)." Helgi segist hafa spurt Valtý Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknara um málið. „Ég spurði hann hvort hann teldi mín störf ekki vera unnin af fagmennsku og ég fékk nú þau svör að þessi gagnrýni í minnisblaðinu beindist að yfirstjórn embættis ríkislögreglustjóra og fjármálastjórn. Það lá nú fyrir á þeim tíma að vorum búin að vera undirmönnuð þrátt fyrir 100 prósent aukningu mála, í rúmt ár um tvær, þrjár stöður. Það var farið að bitna á starfsemi deildarinnar og það var ekki mín ákvörðun eða með mínum vilja að því var fyrirkomið með þeim hætti," segir Helgi Magnús, en Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Þannig að þú lítur ekki á þá gagnrýni sem kemur fram í minnisblaðinu sem beina gagnrýni á þín störf fyrir embættið? „Menn geta gagnrýnt hvað sem er, en ég fékk þessi svör og ég hef ekki ástæðu til að ætla að ég hafi neitt til að skammast mín fyrir. Við skulum bara horfa á árangur deildarinnar. Síðustu þrjú árin sem ég var með deildina, 2008-2010, voru gefnar út fleiri ákærur en nokkru sinni áður í rekstri deildarinnar. Árið 2008 voru þær fjörutíu og tvær, fjörutíu og sjö á árinu 2009 og sextíu og tvær í fyrra. Þannig að ég menn ættu nú að vera að horfa á árangurinn en ekki vitna í tölvupósta, eins og þennan póst Egils Stephensen, sem hafði ekki einu sinni fyrir því að kæra ákvörðun okkar um niðurfellingu en hann hefði þá gefið okkur færi á að rökstyðja hana og ríkissaksóknara að snúa henni við hefði hún verið röng. Þannig að mér sýnist þetta vera byggt á mjög ómálefnalegum nálgunum á málin þegar hægt er að fara með þau í lögboðinn farveg og fá málunum hrundið. Ég tel ekki við höfum fellt niður mál sem hefðu getað leitt til sakfellingar. Það er af og frá," segir Helgi Magnús. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skorti faglega yfirstjórn og metnað. Þá döguðu of mörg mál þar uppi þótt rannsókn þeirra hefði tekið langan tíma. Þetta kemur fram í minnisblaði ríkissaksóknara til innanríkisráðherra. Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar, segist hafa fengið þau svör hjá Valtý Sigurðssyni, fyrrverandi ríkissaksóknara, að gagnrýni hans beindist að yfirstjórn RLS, og þar með Haraldi Johannessen. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skorti faglega yfirstjórn og metnað. Þá döguðu of mörg mál þar uppi þótt rannsókn þeirra hefði tekið langan tíma. Þetta kemur fram í minnisblaði ríkissaksóknara til innanríkisráðherra. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra verður lögð niður formlega á fimmtudaginn í næstu viku því þá mun embættið sameinast embætti sérstaks saksóknara samkvæmt lögum sem þá taka gildi. Í minnisblaði sem Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari og Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur vararíkissaksóknari unnu í febrúar síðastliðnum kemur fram að efnahagsbrotadeild skorti faglega yfirstjórn og metnað og að of mörg mál hafi dagað þar uppi. Í minnisblaðinu er getið skýrslu Sigríðar Elsu um stöðu efnahagsbrotadeildarinnar frá því í október í fyrra. Skýrslan var unnin því ráðamenn höfðu áhyggjur af gangi mála sem kærð höfðu verið þangað vegna brota gegn lögum um gjaldeyrismál, að því er fram kemur í Fréttatímanum í dag. Þar kom m.a. fram að meðferð mála stöðvaðist eftir að búið var að ákveða að taka þau til rannsóknar þar sem mál voru fleiri en rannsakendur gátu ráðið við. Þess var getið að níu mál vegna brota gegn lögum um gjaldeyrismál væru í deildinni en aðeins eitt hefði verið tekið til rannsóknar. Fréttatíminn greinir jafnframt frá því að Valtýr og Sigríður Elsa minnist einnig í minnisblaðinu á tölvupóst Egils Stephensen, lögfræðings hjá tollstjóraembættinu, frá því í október síðastliðnum þar sem bent var á að flest mál, sem send hefðu verið til efnahagsbrotadeildarinnar, hefði dagað uppi. Getið var niðurfellingar umfangsmikils tollsvikamáls eftir fimm ára rannsókn þar sem sönnunarstaða hefði verið góð. Meðal annars á grundvelli fyrrnefndra gagna, þ.e umsagnar starfsmanna ríkissaksóknara, ákvað innanríkisráðherra að fara að ráðum embættismanna og sameina efnahagsbrotadeildina sérstökum saksóknara. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafa tafir á rannsókn gjaldeyrismálum valdið sakborningum miklu óhagræði. Einn einstaklingur sem hafði réttarstöðu sakbornings í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild vegna meintra brota á gjaldeyrislögum var boðaður í skýrslutöku fyrir einu og hálfu ári, en hvorki hann né verjandi hans höfðu neinar upplýsingar fengið eftir það um framvindu rannsóknarinnar, sem hafði verið kynnt á vel auglýstum blaðamannafundi. Helgi Magnús Gunnarsson veitti efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra forstöðu frá árinu 2007 en var í leyfi frá þeim störfum frá síðastliðnu hausti er hann var kosinn varasaksóknari Alþingis. Þar á undan var Jón HB Snorrason yfir deildinni.Segir minnisblaðið grundvallast af ómálefnalegum forsendum Helgi Magnús segist hafa frétt af efni minnisblaðsins áður en það birtist í fjölmiðlum og verið nokkuð ósáttur við þá gagnrýni sem þar kemur fram. Hann segir auk þess hluta þess byggjast á ómálefnalegum forsendum. Mér var kunnugt um þetta minnisblað, sem ég hef ýmsar athugasemdir við og tel nú ekki vera vel unnið, eins og sést reyndar á þessari frétt sem birtist (í Fréttatímanum innsk.blm)." Helgi segist hafa spurt Valtý Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknara um málið. „Ég spurði hann hvort hann teldi mín störf ekki vera unnin af fagmennsku og ég fékk nú þau svör að þessi gagnrýni í minnisblaðinu beindist að yfirstjórn embættis ríkislögreglustjóra og fjármálastjórn. Það lá nú fyrir á þeim tíma að vorum búin að vera undirmönnuð þrátt fyrir 100 prósent aukningu mála, í rúmt ár um tvær, þrjár stöður. Það var farið að bitna á starfsemi deildarinnar og það var ekki mín ákvörðun eða með mínum vilja að því var fyrirkomið með þeim hætti," segir Helgi Magnús, en Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Þannig að þú lítur ekki á þá gagnrýni sem kemur fram í minnisblaðinu sem beina gagnrýni á þín störf fyrir embættið? „Menn geta gagnrýnt hvað sem er, en ég fékk þessi svör og ég hef ekki ástæðu til að ætla að ég hafi neitt til að skammast mín fyrir. Við skulum bara horfa á árangur deildarinnar. Síðustu þrjú árin sem ég var með deildina, 2008-2010, voru gefnar út fleiri ákærur en nokkru sinni áður í rekstri deildarinnar. Árið 2008 voru þær fjörutíu og tvær, fjörutíu og sjö á árinu 2009 og sextíu og tvær í fyrra. Þannig að ég menn ættu nú að vera að horfa á árangurinn en ekki vitna í tölvupósta, eins og þennan póst Egils Stephensen, sem hafði ekki einu sinni fyrir því að kæra ákvörðun okkar um niðurfellingu en hann hefði þá gefið okkur færi á að rökstyðja hana og ríkissaksóknara að snúa henni við hefði hún verið röng. Þannig að mér sýnist þetta vera byggt á mjög ómálefnalegum nálgunum á málin þegar hægt er að fara með þau í lögboðinn farveg og fá málunum hrundið. Ég tel ekki við höfum fellt niður mál sem hefðu getað leitt til sakfellingar. Það er af og frá," segir Helgi Magnús. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira