Stöðvun Norðlingaölduveitu kostar Landsvirkjun 11-12 milljarða króna 22. ágúst 2011 19:30 Tjón Landsvirkjunar við að missa Norðlingaölduveitu nemur ellefu til tólf milljörðum króna, samkvæmt tölum byggðum á gögnum fyrirtækisins. Auk þess yrði Landsvirkjun af miklum framtíðartekjum ef hætt verður við þennan hagkvæmasta orkukost landsins. Þessi umdeilda framkvæmd fellst í því að stífla Þjórsá við Norðlingaöldu, um átta kílómetrum neðan friðlands Þjórsárvera, og dæla hluta vatnsins um jarðgöng í átt til Þórisvatns. Þetta er því ekki ný virkjun heldur vatnsveita sem eykur raforkuframleiðslu í virkjunum við Vatnsfell, Sigöldu, Hrauneyjar og Búðarháls. Ríkisstjórnin boðar nú að áformin verði endanlega slegin af, með þeim rökum að veitan feli í sér röskun á lítt snortnu svæði í jaðri Þjórsárvera og hafi áhrif á sérstæða fossa í Þjórsá. Þar með er hafnað þeim sjónarmiðum að veitan verði ásættanleg við það að minnka Norðlingaöldulón út fyrir friðlandsmörk Þjórsárvera, og að ásýnd fossanna verði haldið með lágmarksrennsli á sumrin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að sinni að tjá sig um einstaka kosti í rammaáætlun. Í greinargerð fyrir hartnær sex árum, sem gerð var á verðlagi í ársbyrjun 2005, rakti Landsvirkjun hins vegar fjárhagslegt tjón sitt ef fallið yrði frá Norðlingaölduveitu. Bókfærður áfallinn kostnaður var þá kominn í 630 milljónir króna, sem jafngildir um 1.150 milljónum í dag, miðað við framreiknaða byggingavísitölu. Mesta tapið reiknaðist verða við það að virkja þyrfti dýrari kosti í staðinn, og mat Landsvirkjun heildartap sitt, ef hætt yrði við Norðlingaölduveitu, upp á sex til sex og hálfan milljarð króna. Að núvirði eru það á milli ellefu og tólf milljarðar króna. Norðlingaölduveita myndi kosta 17,3 milljarða króna, framreiknuð, og skila 720 gígavattstundum á ári. Áætla má að Landsvirkjun gæti selt þá orku fyrir 2,5 til 3 milljarða króna á ári og myndu tekjurnar greiða upp kostnaðinn, með vöxtum, á innan við áratug. Til viðbótar við beint tap og kostnaðarauka yrði fyrirtækið þannig einnig af umtalsverðum framtíðartekjum. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Tjón Landsvirkjunar við að missa Norðlingaölduveitu nemur ellefu til tólf milljörðum króna, samkvæmt tölum byggðum á gögnum fyrirtækisins. Auk þess yrði Landsvirkjun af miklum framtíðartekjum ef hætt verður við þennan hagkvæmasta orkukost landsins. Þessi umdeilda framkvæmd fellst í því að stífla Þjórsá við Norðlingaöldu, um átta kílómetrum neðan friðlands Þjórsárvera, og dæla hluta vatnsins um jarðgöng í átt til Þórisvatns. Þetta er því ekki ný virkjun heldur vatnsveita sem eykur raforkuframleiðslu í virkjunum við Vatnsfell, Sigöldu, Hrauneyjar og Búðarháls. Ríkisstjórnin boðar nú að áformin verði endanlega slegin af, með þeim rökum að veitan feli í sér röskun á lítt snortnu svæði í jaðri Þjórsárvera og hafi áhrif á sérstæða fossa í Þjórsá. Þar með er hafnað þeim sjónarmiðum að veitan verði ásættanleg við það að minnka Norðlingaöldulón út fyrir friðlandsmörk Þjórsárvera, og að ásýnd fossanna verði haldið með lágmarksrennsli á sumrin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að sinni að tjá sig um einstaka kosti í rammaáætlun. Í greinargerð fyrir hartnær sex árum, sem gerð var á verðlagi í ársbyrjun 2005, rakti Landsvirkjun hins vegar fjárhagslegt tjón sitt ef fallið yrði frá Norðlingaölduveitu. Bókfærður áfallinn kostnaður var þá kominn í 630 milljónir króna, sem jafngildir um 1.150 milljónum í dag, miðað við framreiknaða byggingavísitölu. Mesta tapið reiknaðist verða við það að virkja þyrfti dýrari kosti í staðinn, og mat Landsvirkjun heildartap sitt, ef hætt yrði við Norðlingaölduveitu, upp á sex til sex og hálfan milljarð króna. Að núvirði eru það á milli ellefu og tólf milljarðar króna. Norðlingaölduveita myndi kosta 17,3 milljarða króna, framreiknuð, og skila 720 gígavattstundum á ári. Áætla má að Landsvirkjun gæti selt þá orku fyrir 2,5 til 3 milljarða króna á ári og myndu tekjurnar greiða upp kostnaðinn, með vöxtum, á innan við áratug. Til viðbótar við beint tap og kostnaðarauka yrði fyrirtækið þannig einnig af umtalsverðum framtíðartekjum.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira