Stöðvun Norðlingaölduveitu kostar Landsvirkjun 11-12 milljarða króna 22. ágúst 2011 19:30 Tjón Landsvirkjunar við að missa Norðlingaölduveitu nemur ellefu til tólf milljörðum króna, samkvæmt tölum byggðum á gögnum fyrirtækisins. Auk þess yrði Landsvirkjun af miklum framtíðartekjum ef hætt verður við þennan hagkvæmasta orkukost landsins. Þessi umdeilda framkvæmd fellst í því að stífla Þjórsá við Norðlingaöldu, um átta kílómetrum neðan friðlands Þjórsárvera, og dæla hluta vatnsins um jarðgöng í átt til Þórisvatns. Þetta er því ekki ný virkjun heldur vatnsveita sem eykur raforkuframleiðslu í virkjunum við Vatnsfell, Sigöldu, Hrauneyjar og Búðarháls. Ríkisstjórnin boðar nú að áformin verði endanlega slegin af, með þeim rökum að veitan feli í sér röskun á lítt snortnu svæði í jaðri Þjórsárvera og hafi áhrif á sérstæða fossa í Þjórsá. Þar með er hafnað þeim sjónarmiðum að veitan verði ásættanleg við það að minnka Norðlingaöldulón út fyrir friðlandsmörk Þjórsárvera, og að ásýnd fossanna verði haldið með lágmarksrennsli á sumrin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að sinni að tjá sig um einstaka kosti í rammaáætlun. Í greinargerð fyrir hartnær sex árum, sem gerð var á verðlagi í ársbyrjun 2005, rakti Landsvirkjun hins vegar fjárhagslegt tjón sitt ef fallið yrði frá Norðlingaölduveitu. Bókfærður áfallinn kostnaður var þá kominn í 630 milljónir króna, sem jafngildir um 1.150 milljónum í dag, miðað við framreiknaða byggingavísitölu. Mesta tapið reiknaðist verða við það að virkja þyrfti dýrari kosti í staðinn, og mat Landsvirkjun heildartap sitt, ef hætt yrði við Norðlingaölduveitu, upp á sex til sex og hálfan milljarð króna. Að núvirði eru það á milli ellefu og tólf milljarðar króna. Norðlingaölduveita myndi kosta 17,3 milljarða króna, framreiknuð, og skila 720 gígavattstundum á ári. Áætla má að Landsvirkjun gæti selt þá orku fyrir 2,5 til 3 milljarða króna á ári og myndu tekjurnar greiða upp kostnaðinn, með vöxtum, á innan við áratug. Til viðbótar við beint tap og kostnaðarauka yrði fyrirtækið þannig einnig af umtalsverðum framtíðartekjum. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Tjón Landsvirkjunar við að missa Norðlingaölduveitu nemur ellefu til tólf milljörðum króna, samkvæmt tölum byggðum á gögnum fyrirtækisins. Auk þess yrði Landsvirkjun af miklum framtíðartekjum ef hætt verður við þennan hagkvæmasta orkukost landsins. Þessi umdeilda framkvæmd fellst í því að stífla Þjórsá við Norðlingaöldu, um átta kílómetrum neðan friðlands Þjórsárvera, og dæla hluta vatnsins um jarðgöng í átt til Þórisvatns. Þetta er því ekki ný virkjun heldur vatnsveita sem eykur raforkuframleiðslu í virkjunum við Vatnsfell, Sigöldu, Hrauneyjar og Búðarháls. Ríkisstjórnin boðar nú að áformin verði endanlega slegin af, með þeim rökum að veitan feli í sér röskun á lítt snortnu svæði í jaðri Þjórsárvera og hafi áhrif á sérstæða fossa í Þjórsá. Þar með er hafnað þeim sjónarmiðum að veitan verði ásættanleg við það að minnka Norðlingaöldulón út fyrir friðlandsmörk Þjórsárvera, og að ásýnd fossanna verði haldið með lágmarksrennsli á sumrin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að sinni að tjá sig um einstaka kosti í rammaáætlun. Í greinargerð fyrir hartnær sex árum, sem gerð var á verðlagi í ársbyrjun 2005, rakti Landsvirkjun hins vegar fjárhagslegt tjón sitt ef fallið yrði frá Norðlingaölduveitu. Bókfærður áfallinn kostnaður var þá kominn í 630 milljónir króna, sem jafngildir um 1.150 milljónum í dag, miðað við framreiknaða byggingavísitölu. Mesta tapið reiknaðist verða við það að virkja þyrfti dýrari kosti í staðinn, og mat Landsvirkjun heildartap sitt, ef hætt yrði við Norðlingaölduveitu, upp á sex til sex og hálfan milljarð króna. Að núvirði eru það á milli ellefu og tólf milljarðar króna. Norðlingaölduveita myndi kosta 17,3 milljarða króna, framreiknuð, og skila 720 gígavattstundum á ári. Áætla má að Landsvirkjun gæti selt þá orku fyrir 2,5 til 3 milljarða króna á ári og myndu tekjurnar greiða upp kostnaðinn, með vöxtum, á innan við áratug. Til viðbótar við beint tap og kostnaðarauka yrði fyrirtækið þannig einnig af umtalsverðum framtíðartekjum.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent