Stöðvun Norðlingaölduveitu kostar Landsvirkjun 11-12 milljarða króna 22. ágúst 2011 19:30 Tjón Landsvirkjunar við að missa Norðlingaölduveitu nemur ellefu til tólf milljörðum króna, samkvæmt tölum byggðum á gögnum fyrirtækisins. Auk þess yrði Landsvirkjun af miklum framtíðartekjum ef hætt verður við þennan hagkvæmasta orkukost landsins. Þessi umdeilda framkvæmd fellst í því að stífla Þjórsá við Norðlingaöldu, um átta kílómetrum neðan friðlands Þjórsárvera, og dæla hluta vatnsins um jarðgöng í átt til Þórisvatns. Þetta er því ekki ný virkjun heldur vatnsveita sem eykur raforkuframleiðslu í virkjunum við Vatnsfell, Sigöldu, Hrauneyjar og Búðarháls. Ríkisstjórnin boðar nú að áformin verði endanlega slegin af, með þeim rökum að veitan feli í sér röskun á lítt snortnu svæði í jaðri Þjórsárvera og hafi áhrif á sérstæða fossa í Þjórsá. Þar með er hafnað þeim sjónarmiðum að veitan verði ásættanleg við það að minnka Norðlingaöldulón út fyrir friðlandsmörk Þjórsárvera, og að ásýnd fossanna verði haldið með lágmarksrennsli á sumrin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að sinni að tjá sig um einstaka kosti í rammaáætlun. Í greinargerð fyrir hartnær sex árum, sem gerð var á verðlagi í ársbyrjun 2005, rakti Landsvirkjun hins vegar fjárhagslegt tjón sitt ef fallið yrði frá Norðlingaölduveitu. Bókfærður áfallinn kostnaður var þá kominn í 630 milljónir króna, sem jafngildir um 1.150 milljónum í dag, miðað við framreiknaða byggingavísitölu. Mesta tapið reiknaðist verða við það að virkja þyrfti dýrari kosti í staðinn, og mat Landsvirkjun heildartap sitt, ef hætt yrði við Norðlingaölduveitu, upp á sex til sex og hálfan milljarð króna. Að núvirði eru það á milli ellefu og tólf milljarðar króna. Norðlingaölduveita myndi kosta 17,3 milljarða króna, framreiknuð, og skila 720 gígavattstundum á ári. Áætla má að Landsvirkjun gæti selt þá orku fyrir 2,5 til 3 milljarða króna á ári og myndu tekjurnar greiða upp kostnaðinn, með vöxtum, á innan við áratug. Til viðbótar við beint tap og kostnaðarauka yrði fyrirtækið þannig einnig af umtalsverðum framtíðartekjum. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Tjón Landsvirkjunar við að missa Norðlingaölduveitu nemur ellefu til tólf milljörðum króna, samkvæmt tölum byggðum á gögnum fyrirtækisins. Auk þess yrði Landsvirkjun af miklum framtíðartekjum ef hætt verður við þennan hagkvæmasta orkukost landsins. Þessi umdeilda framkvæmd fellst í því að stífla Þjórsá við Norðlingaöldu, um átta kílómetrum neðan friðlands Þjórsárvera, og dæla hluta vatnsins um jarðgöng í átt til Þórisvatns. Þetta er því ekki ný virkjun heldur vatnsveita sem eykur raforkuframleiðslu í virkjunum við Vatnsfell, Sigöldu, Hrauneyjar og Búðarháls. Ríkisstjórnin boðar nú að áformin verði endanlega slegin af, með þeim rökum að veitan feli í sér röskun á lítt snortnu svæði í jaðri Þjórsárvera og hafi áhrif á sérstæða fossa í Þjórsá. Þar með er hafnað þeim sjónarmiðum að veitan verði ásættanleg við það að minnka Norðlingaöldulón út fyrir friðlandsmörk Þjórsárvera, og að ásýnd fossanna verði haldið með lágmarksrennsli á sumrin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að sinni að tjá sig um einstaka kosti í rammaáætlun. Í greinargerð fyrir hartnær sex árum, sem gerð var á verðlagi í ársbyrjun 2005, rakti Landsvirkjun hins vegar fjárhagslegt tjón sitt ef fallið yrði frá Norðlingaölduveitu. Bókfærður áfallinn kostnaður var þá kominn í 630 milljónir króna, sem jafngildir um 1.150 milljónum í dag, miðað við framreiknaða byggingavísitölu. Mesta tapið reiknaðist verða við það að virkja þyrfti dýrari kosti í staðinn, og mat Landsvirkjun heildartap sitt, ef hætt yrði við Norðlingaölduveitu, upp á sex til sex og hálfan milljarð króna. Að núvirði eru það á milli ellefu og tólf milljarðar króna. Norðlingaölduveita myndi kosta 17,3 milljarða króna, framreiknuð, og skila 720 gígavattstundum á ári. Áætla má að Landsvirkjun gæti selt þá orku fyrir 2,5 til 3 milljarða króna á ári og myndu tekjurnar greiða upp kostnaðinn, með vöxtum, á innan við áratug. Til viðbótar við beint tap og kostnaðarauka yrði fyrirtækið þannig einnig af umtalsverðum framtíðartekjum.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira