Erlent

Hafnar ofbeldi en vill aðskilnað

Talsmenn nýja flokksins, Rufi Etxebarria og Inigo Iruin. Mynd / Nordicphotos/AFP
Talsmenn nýja flokksins, Rufi Etxebarria og Inigo Iruin. Mynd / Nordicphotos/AFP

Nýr flokkur aðskilnaðarsinnaðra Baska var stofnaður í gær á Spáni. Flokkurinn hafnar öllu ofbeldi og þar með stefnu aðskilnaðarsamtakanna ETA, sem staðið hafa í vopnaðri baráttu áratugum saman.

Batasuna, stjórnmálaarmur ETA, var bannaður árið 2003 á þeirri forsendu að hann væri partur af vopnuðum samtökum.

Með stofnun nýja flokksins vonast aðskilnaðarsinnar til þess að fá á ný rödd í spænskum stjórnmálum, en óðum styttist í sveitarstjórnarkosningar á Spáni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×