Erlent

Lambið Jack heldur að það sé fjárhundur - reynir stundum að gelta

Breska lambið Jack er ekki eins of flest sauðfé. Hann heldur nefnilega að hann sé fjárhundur. Jack fæddist fyrir hálfu ári síðan. Þegar hann fæddist var hann lítill og veikburða þannig fjölskyldan á bóndabænum, þau Alison Sinstadt og sambýlismaður hennar, Simon Sherwin, ákváðu að taka lambið inn á heimilið og hlúa að því.

Áður en langt um leið fór heimilisfólkið að taka eftir því að Jack sótti mikið í fjárhundinn á heimilinu, sem er af tegundinni springer spaniel.

Nú er Jack beinlínis farinn að haga sér eins og hundur. Hann gengur um með ól, reynir að reka kindurnar áfram ásamt fjárhundinum og deilir svefnstað með hundinum. Jack sækir að auki spýtur sem fjölskyldan kastar og hagar sér nokkurnveginn nákvæmlega eins og hundur.

Undanfarið hefur lambið meira að það segja reynt að gelta eins og þvottekta hundur. Sem fjölskyldan segir að sé sprenghlægilegt, enda brýst aðeins furðulegt jarm út úr lambinu þegar það geltir.

Fjölskyldan segir að yfirleitt endi lömbin líf sín í sláturshúsum. Það verða þó ekki örlög Jacks sem fjölskyldan er farin að líta á sem fjölskyldumeðlim.

Hér fyrir ofan er svo myndand af Jack og viðtal við Alison.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×