Erlent

Fær þriggja ára fangelsisdóm

Tom Delay
Tom Delay

Tom Delay, fyrrverandi leiðtogi þingmeirihluta repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna, var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir peningaþvætti.

Dómari í Texas taldi fullsannað að Delay hefði tekið þátt í því að koma peningastyrkjum frá fyrirtækjum til frambjóðenda Repúblikanaflokksins eftir ólöglegum leiðum í gegnum skrifstofur flokksins.

„Ég get ekki iðrast neins sem ég tel mig ekki hafa gert," sagði Delay, sem hefur áfrýjað dómnum og var látinn laus gegn tryggingu. Úrskurðar áfrýjunardómstóls er ekki að vænta fyrr en að mánuðum eða jafnvel árum liðnum. - gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×