Erlent

Brúðhjónin eins og Bond

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brúðhjónunum brá fyrir í Aston Martin blæjubíl eftir brúðkaupið í dag. Mynd/ afp.
Brúðhjónunum brá fyrir í Aston Martin blæjubíl eftir brúðkaupið í dag. Mynd/ afp.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans fóru í óvænta ökuferð á Aston Martin blæjubíl frá Buckinghamhöll til heimilis síns í Clarence House.

Daily Telegraph segir að það hafi komið nokkuð á óvænt að Vilhjálmur hafi keyrt bílinn sjálfur. Enginn öryggisvörður hafi verið staðsettur í bílnum á meðan. Félagar Vilhjálms í RAF Air-Sea flugbjörgunarsveitinni sveimuðu yfir þeim í þyrlu á meðan þau óku. Á númeraplötunni stóð Nýgift.

Aston Martin bifreiðin er í eigu, föður Vilhjálms, Karls Bretaprins. Eins og margir vita hefur skáldsagnapersónan, James Bond, oftar en ekki ekið um í slíkum bíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×