Ísland vann um helgina glæsilegan 3-1 sigur á Noregi í undankeppni EM 2013. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö marka Íslands og Margrét Lára Viðarsdóttir eitt.
Fyrri hálfleikur var eign Íslendinga frá upphafi til enda þar sem stelpurnar okkar léku á als oddi og skoruðu þrjú góð mörk. Mörk Hólmfríðar voru bæði stórglæsilegt en Margrét Lára skoraði sitt mark úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf.
Rúmlega þrjú þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn en Ísland mætir næst Belgíu á miðvikudagskvöldið á sama stað.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, fór á völlinn og tók þessar myndir.
Myndasyrpa af sigri Íslands gegn Noregi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



