Íslenski boltinn

Fyrirliði KA í viðræðum við KR-inga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kristinsson er þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson er þjálfari KR. Mynd/Daníel
Haukur Heiðar Hauksson, fyrirliði 1. deildarliðs KA, er á leið frá félaginu í haust og hefur átt í viðræðum við KR eftir því sem kemur fram á vef Vikudags.

Fram kemur í fréttinni að fleiri félög hafi áhuga á kappanum en að KR-ingar séu líklegastir til að semja við kappann eins og málin standa nú.

Haukur Heiðar er nýorðinn tvítugur en hann spilar sem hægri bakvörður. Hann hóf meistaraflokksferil sinn árið 2008 og á alls að baki 91 leik í deild og bikar og hefur skorað í þeim átta mörk.

Keppni í 1. deildinni lauk á laugardaginn og endaði KA í áttunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×