Lífið

Selja fötin á frábæru verði

Erna Bergmann.
Erna Bergmann.
Undanfarin misseri hefur mikið borið á því að smekklegustu skutlur bæjarins hreinsa út úr fataskápum sínum og slá til fatamarkaðar.

Þessi helgi er engin undantekning. Í dag milli 13 og 17 fer fram fatamarkaður í portinu á Prikinu þar sem Erna Bergmann, Svala Lind og Anna Soffía standa vaktina en þær hafa starfað í tískuverslununum Kronkron og Rokki og rósum í mörg ár.

"Við eigum ótrúlega mikið af fallegum vintage-vörum sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina. Svo verður fullt af merkjavöru, flottum hælaskóm og alls kyns góðgæti. Í dag er líka frábært veður þannig að þetta verður mikið stuð," segir Erna.

Flestir ættu semsagt að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Þá er verðið í fæstum tilvikum vandamál þar sem flestar vörurnar kosta frá fimm hundruð kalli til tíu þúsund króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.