Lífið

Cheryl Cole ráðin dómari

Enska poppstjarnan hefur verið ráðin í dómarastarf í X Factor í Bandaríkjunum.
Enska poppstjarnan hefur verið ráðin í dómarastarf í X Factor í Bandaríkjunum.
Enska poppstjarnan Cheryl Cole hefur verið ráðin í dómarastarf í bandarísku útgáfunni af X Factor sem hefur göngu sína síðar á árinu. Cole er 27 ára söngkona stúlknabandsins Girls Aloud. Hún hefur sinnt dómgæslu í síðustu þremur þáttaröðum af X Factor í heimalandi sínu. Tökur á nýju þáttaröðinni hófust á föstudag. „Ég er virkilega spennt yfir því að taka þátt í bandarísku útgáfunni af X Factor," sagði Cole. Aðrir í dómnefndinni verða Simon Cowell og upptökustjórinn fyrrverandi Antonio LA Reid. „Ég er virkilega ánægður fyrir hönd Cole," sagði Cowell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.