Enski boltinn

McCarthy, stjóri Wolves: Þeir drápu okkur í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin Van Persie skorar annað mark sitt.
Robin Van Persie skorar annað mark sitt. Mynd/AP
Mick McCarthy, stjóri Wolves, var ekkert að draga úr yfirlýsingum sínum eftir 2-0 tap liðsins á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal-liðið hafði mikla yfirburði í leiknum en Robin Van Persie skoraði bæði mörkin í leiknum.

„Þetta var morð. Þeir drápu okkur í dag. út um allan völl, frá fyrsta til ellefta manns. Þeir voru betri en við, sterkari og fljótari," sagði Mick McCarthy en Úlfarnir höfðu unnið Manchester United um síðustu helgi.

„Ég get ekki annað en dáðst af Arsenal-liðinu og hvernig þeir spila sinn klassafótbolta. Við vorum rassskelltir," sagði McCarthy.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal var líka sáttur í leikslok. „Hraðinn í spili okkar var frábær og við sköpuðum fullt af færum. Við þurftum að koma sterkir til baka eftir leikinn í síðustu viku. Við vitum hvert við stefnum og með þessum sigri þá erum við í góðri stöðu og ennþá með í titilbaráttunni," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×