Lífið

Elín Ey böskar í Bankastrætinu

spilar í sumar Elín Ey ætlar að spila fyrir gesti og gangandi í Bankastrætinu í sumar. fréttablaðið/stefán
spilar í sumar Elín Ey ætlar að spila fyrir gesti og gangandi í Bankastrætinu í sumar. fréttablaðið/stefán
Tónlistarkonan Elín Ey ætlar að vera dugleg við að böska í miðbæ Reykjavíkur í sumar. Þar spilar hún á kassagítarinn sinn fyrir pening og eru bæði útlendingar og Íslendingar duglegir við að kafa ofan í vasa sína eftir aurum.

„Þegar það er mikið af túristum og mjög gott veður er þetta bara fínasti peningur. Það er mjög „næs“ að fá borgað fyrir að sitja í sólinni og spila á gítar,“ segir Elín, sem er dóttir tónlistarhjónanna Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar.

„Ég byrjaði á þessu fyrir tveimur sumrum og er búinn að gera þetta heima og aðeins úti í New York,“ segir Elín, sem mælir þó ekki með því að böska í „Stóra eplinu“ á sumrin vegna mikils hita.

Hún ætlar að spila eins oft og hún getur í sumar til að ná sér í smá pening. „Þetta er vinnan mín á sumrin og ég fer alla daga sem bjóða upp á þetta. Þetta fer ekki endilega eftir veðrinu heldur hversu líflegur bærinn er.“ Hún hefur mest haldið sig til í Bankastrætinu fyrir utan verslunina 66° norður þar sem mikið af fólki er jafnan á gangi.

Elín fer aftur til New York í júní, ekki þó til að böska heldur í stutta tónleikaferð með Sóleyju Kristjánsdóttur, dóttur tónlistarmannsins KK sem böskaði einmitt á meginlandi í Evrópu á árum árum. Í New York ætla þær að spila lög Elínar, sem gaf út sína fyrstu plötu fyrir þremur árum. Ný plata er einmitt á leiðinni frá henni síðar á þessu ári. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.