Fleiri vilja niðurskurð en skattahækkanir 1. mars 2011 09:00 Meirihluti landsmanna vill frekar að ríki og sveitarfélög skeri niður þjónustu en að þau hækki skatta og álögur vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 62,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni að frekar ætti að beita niðurskurði. Um 37,1 prósent vildi frekar skattahækkanir. Mikill meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en Vinstri grænna vill frekar niðurskurð en skattahækkanir. Af þeim sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust ríflega 77 prósent frekar vilja niðurskurð. Sama sagði tæplega 61 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og 60 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn Vinstri grænna skáru sig úr hópnum. Í þeim hópi vildu aðeins tæplega 22 prósent frekar niðurskurð, en rúmlega 78 prósent sögðust frekar vilja skattahækkanir. Ekki reyndist marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar. Talsverður munur var á svörum kynjanna. Tæplega 60 prósent kvenna kjósa frekar niðurskurð en skattahækkanir en ríflega 66 prósent karla. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að vilja frekar niðurskurð en skattahækkanir. Alls vilja tæplega 66 prósent borgarbúa frekar niðurskurð, en ríflega 58 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort finnst þér að eigi heldur að beita niðurskurði eða skattahækkunum í glímu ríkis og sveitarfélaga við erfiða fjárhagsstöðu? Alls tóku 52,6 prósent afstöðu. - bj Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Meirihluti landsmanna vill frekar að ríki og sveitarfélög skeri niður þjónustu en að þau hækki skatta og álögur vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 62,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni að frekar ætti að beita niðurskurði. Um 37,1 prósent vildi frekar skattahækkanir. Mikill meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en Vinstri grænna vill frekar niðurskurð en skattahækkanir. Af þeim sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust ríflega 77 prósent frekar vilja niðurskurð. Sama sagði tæplega 61 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og 60 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn Vinstri grænna skáru sig úr hópnum. Í þeim hópi vildu aðeins tæplega 22 prósent frekar niðurskurð, en rúmlega 78 prósent sögðust frekar vilja skattahækkanir. Ekki reyndist marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar. Talsverður munur var á svörum kynjanna. Tæplega 60 prósent kvenna kjósa frekar niðurskurð en skattahækkanir en ríflega 66 prósent karla. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að vilja frekar niðurskurð en skattahækkanir. Alls vilja tæplega 66 prósent borgarbúa frekar niðurskurð, en ríflega 58 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort finnst þér að eigi heldur að beita niðurskurði eða skattahækkunum í glímu ríkis og sveitarfélaga við erfiða fjárhagsstöðu? Alls tóku 52,6 prósent afstöðu. - bj
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira