Enski boltinn

Tilþrifalítið á White Hart Lane

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Gareth Bale sækir að Edwin van der Saar.
Gareth Bale sækir að Edwin van der Saar. AFP
Tottenham og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað.

Bæði lið fengu færi í fyrri hálfleiknum en annars var mikið um stöðubaráttur. Tottenham var örlítið líklegra en leikinn skorti tilfinnalega mark til að opnast.

Tottenham byrjaði fyrri hálfleikinn betur en United þann síðari. Wayne Rooney fékk gott færi en Gomes varði í markinu og hinumegin skaut Peter Crouch rétt framhjá.

Rafael fékk tvö gul spjöld og þar með rautt, það síðara í seinni hálfleik. United spilaði því manni færri síðustu mínúturnar en það kom ekki að sök.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli og er United því enn taplaust á toppi deildarinnar. Tottenham er í fimmta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×