Enski boltinn

Barton: Enginn að leika betur en ég

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Joey Baron er kokhraustur að venju.
Joey Baron er kokhraustur að venju. Getty Images

Joey Barton, miðjumaður Newcastle, telur sig eiga skilið sæti í enska landsliðinu. Barton hefur verið í frábæru formi með nýliðum Newcastle og á stóran þátt í fínu gengi þeirra röndóttu í deildinni í vetur.

„Ég tel að það sé enginn að leika betur þessa stundina í Englandi og ég. Þetta er hreinskilið svar," sagði hinn 28 ára Barton.

„Það eru líklega sex eða sjö miðjumenn sem fá tækifæri með landsliðinu en það er enginn þeirra að leika jafn vel og ég. Þegar Capbello tók við þá sagðist hann velja leikmenn sem væru að leika best og ég tel að hann hafi ekki gert það."

Barton hefur verið mikið í fréttum fyrir óæskilega hegðun innan sem utan vallar á undanförnum árum. Hann fékk þriggja leikja bann í vetur fyrir að kýla Morten Gamst Pedersen í magann og hefur komist í ótal vandræði á ferli sínum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×