Enski boltinn

Tilboði Chelsea í Pienaar samþykkt

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Pienaar er hér til vinstri.
Pienaar er hér til vinstri. AFP
Steven Pienaar er á leiðinni frá Everton en samningur hans rennur út í sumar. Tvö tilboð hafa borist í leikmanninn, frá Chelsea og Tottenham.

Tilboði Chelsea hefur þegar verið tekið. David Moyes staðfesti þetta í dag og nú er beðið eftir því hvort Tottenham muni jafna boð Chelsea.

Pienaar sjálfur hefur rætt við bæði félögin en hvort hann geti valið veldur allt á Tottenham.

Suður-Afríkumaðurinn getur spilað á hægri kantinum eða á miðjunni og hefur verið í fínu formi í vetur. Hann hefur ekki áhuga á að framlengja samning sinn við félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×