Erlent

Hosni Mubarak er þreyttur á forsetaembættinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hosni Mubarak vill hætta, en segist ekki geta það. Mynd/ afp.
Hosni Mubarak vill hætta, en segist ekki geta það. Mynd/ afp.
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, segist vera orðinn þreyttur á því að vera forseti og myndi gjarnan vilja hætta í embætti núna ef hann gæti, en hann segist ekki geta það. Hann er of hræddur um að allt of mikil ringulreið myndi skapast í landinu ef hann færi. Þetta sagði Mubarak í samtali við fréttamann ABC fréttastöðvarinnar.

Mubarak sagði að ofbeldið á götum Kaíró ylli sér miklum ama en ríkisstjórnin væri hins vegar ekki ábyrg fyrir því. Hann kenndi múslimabræðraklíkunni um sem er stjórnmálaflokkur í Egyptalandi sem stjórnvöld hafa bannað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×