Enski boltinn

Leikmenn Liverpool vilja halda Dalglish

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dalglish hefur umturnað liði Liverpool.
Dalglish hefur umturnað liði Liverpool.

Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Kenny Dalglish skrifi undir langtímasamning við Liverpool. Hann er á mikilli siglingu með liðið og leikmenn vilja halda honum.

Nýjasti leikmaðurinn sem kemur með opinbera stuðningsyfirlýsingu er Hollendingurinn Dirk Kuyt.

"Ég er mjög ánægður með Kenny. Það hefur aðeins verið jákvæð reynsla að hafa hann sem stjóra. Hann kom með mikla trú strax á fyrsta degi sem hefur skilað sér. Það hefur allt gengið vel með hann við stjórnvölinn," sagði Kuyt en bæði Steven Gerrard og Jamie Carragher hafa sagt að félagið eigi að gera langtímasamning við Dalglish.

"Ég verð að vera sammála þeim. Það er rétt að ráða Kenny til lengri tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×