Fótbolti

De Boer tekur við Ajax

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frank de Boer.
Frank de Boer.

Ajax er búið að finna arftaka Martin Jol en félagið tilkynnti í kvöld að Frank de Boer hefði verið ráðinn þjálfari félagsins til 2014.

Hinn fertugi De Boer er fyrrum leikmaður hollenska landsliðsins og núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann tók við tímabundið er Jol var rekinn en hefur nú fengið fastráðningu.

De Boer er vel kunnugur í herbúðum félagsins eftir að hafa leikið þar í 11 ár á sínum tíma. Hann fór síðar til Rangers, Barcelona og Galatasaray. Hann spilaði einnig 112 landsleiki fyrir Holland.

"Þessi ráðning kemur mér ekki á óvart enda stóð alltaf til að ég yrði áfram með liðið er Jol fór. Það þurfti smá tíma til þess að ganga frá lausum endum," sagði de Boer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×