Erfitt að hætta við framlög til menningarmála 13. mars 2011 19:08 Borgarfulltrúi segir erfitt að rifta samningum um framlög til menningarmála, en margir þeirra hafi þó verið endurskoðaðir. Reiðir foreldrar beina gremju sinni vegna niðurskurðar í menntamálum meðal annars að útgjöldum til menningar. Talsverður órói var á fundum með foreldrum leik- og grunnskólabarna í Grafarvogi og Breiðholti í gær, þar sem borgarstjórnarmeirihlutinn kynnti sameiningar skóla og hagræðingu í menntakerfinu. Fundirnir ályktuðu báðir gegn hagræðingunni, og í Breiðholti var ítrekað baulað og hrópað á borgarfulltrúana. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir að deila megi um gagnsemi funda sem fram fari með þessum hætti. "En auðvitað eru þetta tilfinningar og fólk er að tala frá hjartanu. Kannski höfum við lært að gera það betur en áður, núna eftir hrun. En þetta er hluti af fóðrinu sem við tökum inn í þessa vinnu. Við erum að reyna að tala við sem flesta og fá umsagnir og skoðanir sem flestra," segir Óttarr. Á fundunum í gær var vakin athygli á því að útgjöld til menningarmála og ólögbundinna verkefna næmu margföldum sparnaðinum í menntakerfinu, en útgjöld til Borgarleikhússins, Hörpunnar og uppbyggingar í miðbænum voru nefnd sem dæmi. Óttar segir að þar hafi verið skorið niður eins og annarstaðar, en Reykjavíkurborg sé skuldbundin samkvæmt samningum til að sinna mörgum verkefnanna. En væri ekki hægt að rifta slíkum samningum? "Það er auðvitað erfitt. En við höfum verið að vinna í því á mjög mörgum stöðum að skoða þessa samninga og semja upp á nýtt. Það á til dæmis við um Leikfélag Reykjavíkur. Samningar við íþróttafélögin hafa margir hverjir verið teknir upp. Þetta er samvinnuverkefni allra að komast í gegnum þessa kreppu," segir Óttarr. "Menningin er hluti af borginni. Bókasöfnin, listasöfnin og menningarstarfsemin er líka hluti af því að lifa í borginni. Það verður að vera eitthvað í borginni sem börnin alast upp í líka," segir hann. Með fréttinni er hægt að horfa á ítarlegt viðtal við Óttarr um fundina með foreldrum, hagræðingu í menntakerfinu, niðurskurð hjá borginni og forgangsröðun verkefna. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Borgarfulltrúi segir erfitt að rifta samningum um framlög til menningarmála, en margir þeirra hafi þó verið endurskoðaðir. Reiðir foreldrar beina gremju sinni vegna niðurskurðar í menntamálum meðal annars að útgjöldum til menningar. Talsverður órói var á fundum með foreldrum leik- og grunnskólabarna í Grafarvogi og Breiðholti í gær, þar sem borgarstjórnarmeirihlutinn kynnti sameiningar skóla og hagræðingu í menntakerfinu. Fundirnir ályktuðu báðir gegn hagræðingunni, og í Breiðholti var ítrekað baulað og hrópað á borgarfulltrúana. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir að deila megi um gagnsemi funda sem fram fari með þessum hætti. "En auðvitað eru þetta tilfinningar og fólk er að tala frá hjartanu. Kannski höfum við lært að gera það betur en áður, núna eftir hrun. En þetta er hluti af fóðrinu sem við tökum inn í þessa vinnu. Við erum að reyna að tala við sem flesta og fá umsagnir og skoðanir sem flestra," segir Óttarr. Á fundunum í gær var vakin athygli á því að útgjöld til menningarmála og ólögbundinna verkefna næmu margföldum sparnaðinum í menntakerfinu, en útgjöld til Borgarleikhússins, Hörpunnar og uppbyggingar í miðbænum voru nefnd sem dæmi. Óttar segir að þar hafi verið skorið niður eins og annarstaðar, en Reykjavíkurborg sé skuldbundin samkvæmt samningum til að sinna mörgum verkefnanna. En væri ekki hægt að rifta slíkum samningum? "Það er auðvitað erfitt. En við höfum verið að vinna í því á mjög mörgum stöðum að skoða þessa samninga og semja upp á nýtt. Það á til dæmis við um Leikfélag Reykjavíkur. Samningar við íþróttafélögin hafa margir hverjir verið teknir upp. Þetta er samvinnuverkefni allra að komast í gegnum þessa kreppu," segir Óttarr. "Menningin er hluti af borginni. Bókasöfnin, listasöfnin og menningarstarfsemin er líka hluti af því að lifa í borginni. Það verður að vera eitthvað í borginni sem börnin alast upp í líka," segir hann. Með fréttinni er hægt að horfa á ítarlegt viðtal við Óttarr um fundina með foreldrum, hagræðingu í menntakerfinu, niðurskurð hjá borginni og forgangsröðun verkefna.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira