Innlent

Holtavörðuheiði lokuð

Aftakaveður er nú á Holtavörðuheiði og sér Vegagerðin sér ekki fært að halda henni opinni lengur. Búið er að ræsa út björgunarsveit frá Landsbjörgu til aðstoðar við ökumenn og Vegagerð en talsverð umferð er og hefur bílum verið safnað fyrir aftan snjómoksturstæki.

Unnið verður í því að hreinsa heiðina af bílum og þegar hefur verið sett upp tilkynning á skiltum Vegagerðar um lokun heiðarinnar.

Ekki er ljóst hvort hægt verður að opna heiðina síðar í kvöld eða nótt, segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×