Launin margföld í Noregi 9. maí 2011 07:00 Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar fara í miklum mæli til Noregs og Svíþjóðar til að vinna þar í stuttan tíma í senn. Fólk hefur þá ýmist óskað eftir launalausu leyfi frá vinnu hér á landi eða notar sumarleyfi og vaktafrí til þess að fara á hálfgerða vertíð í þessum nágrannalöndum. Launin eru miklu hærri. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir félagið fá að meðaltali tvær fyrirspurnir á viku um ferðir, aðallega til Noregs. „Þetta er ekki bara til að fá norskar krónur til að koma heim með heldur er fólk orðið þreytt á álaginu hér. Það er orðið þreytt á óvissunni af því að það eru alltaf að koma nýjar skipanir um breytingar." Fólk lifi meðal annars í óvissu vegna sameininga og breytinga deilda úr sólarhringsdeildum í dagdeildir. Eyjólfur Þorkelsson, formaður Félags almennra lækna, tekur í sama streng. Ein birtingarmynd læknaskorts hér á landi sé að læknar upplifi óviðunandi álag í vinnunni. „Þegar fólk er við það að brenna út er gott að skipta um starfsvettvang og vinna undir öðru kerfi þar sem hlutirnir ganga öðruvísi og jafnvel hraðar og betur fyrir sig. Það er líka það sem fólk hefur sótt í," segir Eyjólfur. „Það munar um launin, það eru hærri laun og styttri vinnutími, en það sem fólk er farið að átta sig á er að það er líka dýrt að lifa í Noregi," segir Elsa. Því sé dýrt að flytja með alla fjölskylduna þangað. „Þeir sem geta eru því að fara í þessar styttri ferðir og sætta sig við að vera bara með herbergi á hálfgerðri heimavist, vinna mjög mikið og koma heim með fín laun. Sérstaklega þegar þeim er breytt í íslenskar krónur." Um hálfgerða vertíð sé að ræða þar sem fólk vinni jafnvel tólf tíma á dag alla daga vikunnar. Eyjólfur segir lækna sem hann hafi rætt við aðallega starfa á heilsugæslustöðvum. Þeir vilji ekki fara frá sjúklingum sínum hér á landi, en valið standi jafnvel á milli þess að vinna í tíu mánuði á Íslandi og vera í fríi í tvo mánuði, eða vinna tvo mánuði í Svíþjóð og vera í fríi í tíu mánuði. Launin komi eiginlega út á það sama. „Því miður átta ráðamenn sig ekki alveg á því í hvað stefnir," segir Eyjólfur. Elsa er sömu skoðunar. „Stjórnvöld ættu að hafa áhyggjur ef þau hafa metnað í að halda í fólk og halda hér uppi sæmilegu heilbrigðiskerfi." - þeb Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar fara í miklum mæli til Noregs og Svíþjóðar til að vinna þar í stuttan tíma í senn. Fólk hefur þá ýmist óskað eftir launalausu leyfi frá vinnu hér á landi eða notar sumarleyfi og vaktafrí til þess að fara á hálfgerða vertíð í þessum nágrannalöndum. Launin eru miklu hærri. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir félagið fá að meðaltali tvær fyrirspurnir á viku um ferðir, aðallega til Noregs. „Þetta er ekki bara til að fá norskar krónur til að koma heim með heldur er fólk orðið þreytt á álaginu hér. Það er orðið þreytt á óvissunni af því að það eru alltaf að koma nýjar skipanir um breytingar." Fólk lifi meðal annars í óvissu vegna sameininga og breytinga deilda úr sólarhringsdeildum í dagdeildir. Eyjólfur Þorkelsson, formaður Félags almennra lækna, tekur í sama streng. Ein birtingarmynd læknaskorts hér á landi sé að læknar upplifi óviðunandi álag í vinnunni. „Þegar fólk er við það að brenna út er gott að skipta um starfsvettvang og vinna undir öðru kerfi þar sem hlutirnir ganga öðruvísi og jafnvel hraðar og betur fyrir sig. Það er líka það sem fólk hefur sótt í," segir Eyjólfur. „Það munar um launin, það eru hærri laun og styttri vinnutími, en það sem fólk er farið að átta sig á er að það er líka dýrt að lifa í Noregi," segir Elsa. Því sé dýrt að flytja með alla fjölskylduna þangað. „Þeir sem geta eru því að fara í þessar styttri ferðir og sætta sig við að vera bara með herbergi á hálfgerðri heimavist, vinna mjög mikið og koma heim með fín laun. Sérstaklega þegar þeim er breytt í íslenskar krónur." Um hálfgerða vertíð sé að ræða þar sem fólk vinni jafnvel tólf tíma á dag alla daga vikunnar. Eyjólfur segir lækna sem hann hafi rætt við aðallega starfa á heilsugæslustöðvum. Þeir vilji ekki fara frá sjúklingum sínum hér á landi, en valið standi jafnvel á milli þess að vinna í tíu mánuði á Íslandi og vera í fríi í tvo mánuði, eða vinna tvo mánuði í Svíþjóð og vera í fríi í tíu mánuði. Launin komi eiginlega út á það sama. „Því miður átta ráðamenn sig ekki alveg á því í hvað stefnir," segir Eyjólfur. Elsa er sömu skoðunar. „Stjórnvöld ættu að hafa áhyggjur ef þau hafa metnað í að halda í fólk og halda hér uppi sæmilegu heilbrigðiskerfi." - þeb
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira