Launin margföld í Noregi 9. maí 2011 07:00 Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar fara í miklum mæli til Noregs og Svíþjóðar til að vinna þar í stuttan tíma í senn. Fólk hefur þá ýmist óskað eftir launalausu leyfi frá vinnu hér á landi eða notar sumarleyfi og vaktafrí til þess að fara á hálfgerða vertíð í þessum nágrannalöndum. Launin eru miklu hærri. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir félagið fá að meðaltali tvær fyrirspurnir á viku um ferðir, aðallega til Noregs. „Þetta er ekki bara til að fá norskar krónur til að koma heim með heldur er fólk orðið þreytt á álaginu hér. Það er orðið þreytt á óvissunni af því að það eru alltaf að koma nýjar skipanir um breytingar." Fólk lifi meðal annars í óvissu vegna sameininga og breytinga deilda úr sólarhringsdeildum í dagdeildir. Eyjólfur Þorkelsson, formaður Félags almennra lækna, tekur í sama streng. Ein birtingarmynd læknaskorts hér á landi sé að læknar upplifi óviðunandi álag í vinnunni. „Þegar fólk er við það að brenna út er gott að skipta um starfsvettvang og vinna undir öðru kerfi þar sem hlutirnir ganga öðruvísi og jafnvel hraðar og betur fyrir sig. Það er líka það sem fólk hefur sótt í," segir Eyjólfur. „Það munar um launin, það eru hærri laun og styttri vinnutími, en það sem fólk er farið að átta sig á er að það er líka dýrt að lifa í Noregi," segir Elsa. Því sé dýrt að flytja með alla fjölskylduna þangað. „Þeir sem geta eru því að fara í þessar styttri ferðir og sætta sig við að vera bara með herbergi á hálfgerðri heimavist, vinna mjög mikið og koma heim með fín laun. Sérstaklega þegar þeim er breytt í íslenskar krónur." Um hálfgerða vertíð sé að ræða þar sem fólk vinni jafnvel tólf tíma á dag alla daga vikunnar. Eyjólfur segir lækna sem hann hafi rætt við aðallega starfa á heilsugæslustöðvum. Þeir vilji ekki fara frá sjúklingum sínum hér á landi, en valið standi jafnvel á milli þess að vinna í tíu mánuði á Íslandi og vera í fríi í tvo mánuði, eða vinna tvo mánuði í Svíþjóð og vera í fríi í tíu mánuði. Launin komi eiginlega út á það sama. „Því miður átta ráðamenn sig ekki alveg á því í hvað stefnir," segir Eyjólfur. Elsa er sömu skoðunar. „Stjórnvöld ættu að hafa áhyggjur ef þau hafa metnað í að halda í fólk og halda hér uppi sæmilegu heilbrigðiskerfi." - þeb Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar fara í miklum mæli til Noregs og Svíþjóðar til að vinna þar í stuttan tíma í senn. Fólk hefur þá ýmist óskað eftir launalausu leyfi frá vinnu hér á landi eða notar sumarleyfi og vaktafrí til þess að fara á hálfgerða vertíð í þessum nágrannalöndum. Launin eru miklu hærri. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir félagið fá að meðaltali tvær fyrirspurnir á viku um ferðir, aðallega til Noregs. „Þetta er ekki bara til að fá norskar krónur til að koma heim með heldur er fólk orðið þreytt á álaginu hér. Það er orðið þreytt á óvissunni af því að það eru alltaf að koma nýjar skipanir um breytingar." Fólk lifi meðal annars í óvissu vegna sameininga og breytinga deilda úr sólarhringsdeildum í dagdeildir. Eyjólfur Þorkelsson, formaður Félags almennra lækna, tekur í sama streng. Ein birtingarmynd læknaskorts hér á landi sé að læknar upplifi óviðunandi álag í vinnunni. „Þegar fólk er við það að brenna út er gott að skipta um starfsvettvang og vinna undir öðru kerfi þar sem hlutirnir ganga öðruvísi og jafnvel hraðar og betur fyrir sig. Það er líka það sem fólk hefur sótt í," segir Eyjólfur. „Það munar um launin, það eru hærri laun og styttri vinnutími, en það sem fólk er farið að átta sig á er að það er líka dýrt að lifa í Noregi," segir Elsa. Því sé dýrt að flytja með alla fjölskylduna þangað. „Þeir sem geta eru því að fara í þessar styttri ferðir og sætta sig við að vera bara með herbergi á hálfgerðri heimavist, vinna mjög mikið og koma heim með fín laun. Sérstaklega þegar þeim er breytt í íslenskar krónur." Um hálfgerða vertíð sé að ræða þar sem fólk vinni jafnvel tólf tíma á dag alla daga vikunnar. Eyjólfur segir lækna sem hann hafi rætt við aðallega starfa á heilsugæslustöðvum. Þeir vilji ekki fara frá sjúklingum sínum hér á landi, en valið standi jafnvel á milli þess að vinna í tíu mánuði á Íslandi og vera í fríi í tvo mánuði, eða vinna tvo mánuði í Svíþjóð og vera í fríi í tíu mánuði. Launin komi eiginlega út á það sama. „Því miður átta ráðamenn sig ekki alveg á því í hvað stefnir," segir Eyjólfur. Elsa er sömu skoðunar. „Stjórnvöld ættu að hafa áhyggjur ef þau hafa metnað í að halda í fólk og halda hér uppi sæmilegu heilbrigðiskerfi." - þeb
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira