Erlent

Enginn Evrópufáni á númer 10

Downingstræti mun ekki draga fána Evrópusambandsins að hún í tilefni Evrópudagsins.
Nordicphotos/getty
Downingstræti mun ekki draga fána Evrópusambandsins að hún í tilefni Evrópudagsins. Nordicphotos/getty
Fáni Evrópusambandsins verður ekki dreginn að hún við breska forsætisráðherrabústaðinn að Downing-stræti 10 í tilefni Evrópudagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag.

Hvorki verður heldur flaggað við breska fjármálaráðuneytið né utanríkisráðuneytið. Málið vekur athygli því við Downing-stræti var fáni Evrópusambandsins dreginn að hún í tilefni dagsins í fyrra. Embættismenn neita því að fánaleysið sé að ósk forsætisráðherrans David Cameron. - sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×