Erlent

Vekja athygli á nauðgunum

Svonefndar gálugöngur eru farnar víða til að vekja athygli á því vandamáli sem nauðganir eru.Fréttablaðið/ap
Svonefndar gálugöngur eru farnar víða til að vekja athygli á því vandamáli sem nauðganir eru.Fréttablaðið/ap
Fólk hefur að undanförnu komið saman víða um Bandaríkin og Kanada í svonefndum „gálugöngum“ til þess að mótmæla orðum sem kanadískur lögreglumaður lét falla um fórnarlömb nauðgana. Lögreglumaðurinn ráðlagði konum að klæða sig ekki eins og gálur ef þær vilju forðast að lenda í klóm kynferðisbrotamanna.

Að sögn skipuleggjenda göngunnar er henni ætlað að vekja athygli á því vandamáli að fórnarlömb kynferðisbrot eru oft gerð ábyrgð í stað árásarmannins.- sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×